Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 11
heimili fyrir aldraða, sem líklega verður reist syðst á Borgarspítalalóðinni, og í athugun er, hvort flytja þarf inn fleiri slík hús. Heimilið rúmar 60—70 vistmenn, en má þó stækka eftir þörfum. í fjórða lagi hefir bæjarsjóður, Rauði krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar og Viðlaga- sjóður ákveðið að byggja 46 íbúða fjölbýlishús í Breiðholtsliverfi. Byggingartími verður 10 mán- uðir. í liúsinu verða a.m.k. 20 litlar íbúðir, sem ætlaðar eru eldra fólki. Með |)essu, sem að framan er talið, verður leyst úr liúsnæðismálum eldra fólks, sem nemur 170—180 manns. Frekari atliug- un á liúsnæðismálum eldra fólks er í gangi. Um dagvistunarheimili barna er það að segja, að hús Heyrnleysingjaskólans við Stakkholt hef- ir verið tekið á leigu til þeirra þarl'a. Húsnæðið verður einnig unnt að nota til annarrar starf- semi, en ákvörðun um það hefir enn ekki verið tekin. Ákveðið er að reisa innflutt barnaheimili í Reykjavík, sem líklega verður valinn staður í Breiðhoiti. Ætlunin er, að barnaheimilið falli inn í kerli Reykjavíkurborgar, en Vestmannaeyingar fái í staðinn aðgang að barnaheimilum borgar- innar, þar sem hentugast er í hverju tilviki, fyrir álíka mörg börn og innflutta heimilið tekur. Á- ætlað er að flytja inn fleiri heimili og setja þau þar, sem þau korna Vestmannaeyingum að mestu gagni. Öll umrædd hús verða seld, þegar Vestmanna- eyingar þurfa ekki lengur á þeim að halda og andvirðið notað til að byggja upp svipaða að- stöðu úti í Eyjurn. Einn var sá vandinn, að lilutast til um, að at- vinnutæki Vestmannaeyinga, þ.e. bátaflotinn yrði nýttur á vetrarvertíðinni, eftir því sem kost- ur væri á, með útgerð frá öðrum höfnum við suðurströndina. Kom það í hlut Útvegsbænda- félagsins í Eyjum að vista l)áta á hinurn ýmsu verstöðvum , suðvestanlands, þar sem unnt yrði að vinna úr afla þeirra. Tókst það eftir atvikum vel, svo að tjón þjóðarbúsins varð minna en á horfðist að því leyti, sem snéri að sjósókn á vetr- arvertíðinni. Ennfremur tókst fyrir atbeina bæjarstjórnar- innar og fyrir dugnað forráðamanna Fiskimjöls- Landakirkja með eldsúlu í bakgrunn. verksmiðjunnar hf. að skapa henni viðunandi vinnuskilyrði með þeirn árangri, að rneðan eld- gosið stóð sem liæst á s.l. vetri, framleiddi hún á loðnuvertíðinni verðmæti, sem námu hundruð- um milljónum króna. Nú er í athugun áframhaldandi útgerðarað- staða fyrir bátana, einkum með tilliti til næstu vetrarvertíðar, ef svo illa tekst til, að bátaflot- inn geti ekki nema að litlu leyti lagt afla á land í Eyjum á næstu vetrarvertíð. Ekki væri óeðlilegt, þótt sveitarstjórnarmönn- um verði liugsað til málefna bæjarsjóðsins undir þeirn kringumstæðum, sem hér liefur verið lýst. Bæjarsjóður Vestmannaeyja hefur fengið um það bil 90 milljónir króna í gjafafé, bæði frá sveitar- stjórnum innanlands, á Norðurlöndum og víðar, þar af um 50 milljónir, þar sem gefendur hafa sett fram skilyrði eða eindregna ósk um, að fénu yrði varið til uppbyggingar í Eyjum. Það af gjafafénu, sem engin skilyrði fylgja, býst ég við, að fari að meira eða minna leyti til SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.