Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 44
STARFSHÓPUR IX:
Tilhögun verklegra
framkvæmda
Fyrirkomulag tækniþjónustu
Talið var, að bæjarfélögin þyrftu að ráða yfir tækni-
menntuðu starfsliði, þótt e.t.v. væri ekki nema um
einn mann að ræða (helzt verkfræðing eða tæknifræð-
ing), er væri á launum hjá bæjarfélaginu. Aðeins með
fastráðnum starfsmanni fengist t.d. viss alúð, er varla
kænti fram í aðkeyptri tækniþjónustu.
Bent var á, að tæplega fengist sérfræðiþjónusta á
nægilega víðtæku sviði með ráðningu eins manns, auk
þess sem hætta væri á, að hann kaffærðist fljótt í
smáatriðum. Hins vegar var talið, að víða væri kort-
lagning og gagnagcymsla á slíku frumstigi, að full
IX. starfshópur við vlnnu, talið frá vinstri: Guðmundur Helgason, Páll Zophoníasson, Sveinn Torfi Sveinsson, Gunnar Torfason, Skúli Guðm-
undsson, bak við Gunnar, Baldur Jóhannesson, Krislján Finnbogason, Benedikt Bogason og Ólafur Erlingsson.
í starfshópnum störfuðu:
Baldur Jóhannesson, verkfr., Reykjavík,
Benedikt Bogason, verkfr., Reykjavík,
Guðmundur Helgason, hreppsnefndarfulltrúi,
Selfossi,
Gunnar Torfason, verkfr., Reykjavík,
Kristján Finnbogason, verkstj., Selfossi,
Ólafur Erlingsson, verkfr., ísafirði,
Páll Zophoníasson, tæknifr., Vestmannaeyjum,
Skúli Guðmundsson, verkfr., Reykjavík,
Sveinn Torfi Sveinsson, verkfr., Reykjavík,
Þórhallur Jónsson, verkfr., Kópavogi.
Umræðustjóri: Benedikt Bogason.
Eramsögumaður: Gunnar Torfason.
Ritarar: Baldur Jóhannesson og Gunnar Torfa-
son.
Umræðuhópurinn tók til meðferðar þrjá mála-
flokka, og verða helztu niðurstöður raktar hér á eftir.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
þörf væri á tæknimcnntuðum manni til að bæta þar
um.
Bent var á þann möguleika, að byggingaríulltrúar
væru tæknimenntaðir og að ríkið tæki þátt í kostn-
aði við störf þeirra.
Menn voru sammála um, að smærri bæjarfélög eigi
ekki að stefna að ráðningu eigin tækniliðs til að ann-
ast hönnun gatna, lagna og annarra mannvirkja.
Hins vegar væri þörf á því, að bæjarfélögin hefðu
tæknimenntaðan tengimann í sinni þjónustu, sent
væri fær um að fela ráðgefandi verkfræðistofum
hönnunarverkefni, er nauðsyn verður að vinna, og
tæki hann síðan við úrlausnunum og fylgdi eftir verk-
framkvæmdunum á staðnum.
Talið var æskilegt, að starfsemi Skipulags ríkisins
verði efld, og þá sérstaklega með það fyrir augum,
að stofnunin verði hvetjandi og liafi forgöngu unt
mælingar, kortagerð (allt niður í mælikvarða 1:500)
og söfnun annarra grunngagna undir verklegar fram-
kvæmdir. Slík vinna verði þó ekki unnin af starfs-