Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 21
SVEINN TORFI SVEINSSON, verkfræðingur:
TÆKNILEG
MÁLEFNI
í GRUNDARFIRÐI
Fyrir áratug bað oddviti Eyrarsveitar, sem þá
var Halldór Finnsson, undirritaðan að vera til
ráðgjafar tun ýmis tæknileg vandamál, sem ráða-
menn í þorpinu ættu í erfiðleikum með. Var
fyrst um að ræða vatnsveitumál, en síðar gerð
lóðakorts ásamt uppsetningu hæðarmerkja.
Seinna kom smíði á nýjum skóla inn í myndina
og gatnagerð. Seinni verkefnin eru unnin í sam-
vinnu við oddvitann, Jónas Gestsson, og sveitar-
stjórann, Árna Emilsson, svo og hreppsnefnd
Eyrarsveitar.
Vatnsveitan
Fyrst var bætt gömul vatnsveita, sem tekin
var úr á í gili í fjalli sunnan jjorpsins. Vatn
J)etta var alls ekki fullnægjandi, hvorki að
rnagni né vegna mengunar frá sauðfé og fugl-
um. Af þeirri ástæðu var Jón Jónsson, jarð-
fræðingur, fenginn til að leita vatns, og kom [já
fram, að bergið í fjallinu í Grundarfirði er svo
gamalt jarðfræðilega séð, að allar sprungur eru
fullar af feldspati og leiða jrví ekki vatn. Benti
Jón á, að auðveldast og öruggast mundi vera að
bora holur í malareyrina, sem eru keilur fram-
burðar Kvernár úr fjallinu,' og nota Jrá eyrar-
efnið sem síur. Borholur eru tvær og gefa saman-
lagt um 70 m3/h, en við prófun gáfu Jrær miklu
meira. Orsök minnkandi vatnsmagns má senni-
lega rekja til þess, að ekki voru notuð síufóður-
rör í holurnar, heldur stálpípur, sem í voru log-
skornar rifur, og utan við pípurnar í holunum
var ekki sett síumöl, sem nú er orðið algengast.
í fjallinu ofan við þorpið var komið fyrir
bráðabi rgðava tnsgeymi.
Atriði, sem fram kom og liefur gert vatnsveit-
una allt að því óvirka á stundum, er, að kælivél-
ar frystiiiússins nota vatn vatnsveitunnar til kæl-
ingar. Vatnsmagn Jretta er næstum jafnmikið
og er í báðum borholunum. Ógerlegt hefur verið
að fá frystihúsið til að breyta þessu og það þrátt
fyrir jjað, að húsið standi á sjávarbakka og eigi
því kost á sjávarkælingu. í vetur er ætlunin að
leggja sérlögn frá ánni í fjallinu til frystihússins
fyrir kælivélarnar, Jjannig að Jrær verði kældar
með óhreinsuðu árvatni.
Gatnagerð
Gatnagerð á staðnum hefur verið fábrotin og
fólgin í Jdví að grafa giunnt fyrir skolppípum og
vatnslögnum í mýrarjarðveg. Ofan í hann liefur
svo verið borin mö) úr nærliggjandi sjávarkambi.
Aðferð þessi er sameiginleg með vel flestum þorp-
SVEITARSTJÓRNARMÁL