Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 45
liði Skipulags ríkisins, heldur verði hún eftir sem
áður keypt að frá ráðgjafarverkfræðingum.
Bent var sérstaklega á þann mikla sparnað í frarn-
kvæmdakostnaði, sem vönduð grunngagnasöfnun hef-
ur í för með sér.
Talið var nauðsynlegt, að fullnaðarhönnun gatna
og lagna verði lokið, áður en framkvæmdir hefjast.
Einnig skyldi jarðvegsskiptum og lögn vatns- og hol-
ræsalagna í götustæðum lokið, áður en luisbyggjend-
ur og strengjastofnanir hefjast handa.
Tilhögun verkframkvæmda
Eigin framkvæmdir.
Útboð.
Bæjarfélög geta ekki látið alla vinnu út, jtar eð þau
hafa skuldbindingar um ráðningu og útvegun vinnu
til íbúa.
Viðhaldsvinna skyldi framkvæmd á veguni bæjar-
félaganna nema um stærri verkefni sé að ræða, þá
cemur hvort tveggja til greina.
Æskilegt er, að bæjarfélög annist einnig nýfram-
kvæmdir að einhverju leyti tif athugunar á eigin ein-
ingarverðum til samanburðar við tilboðsverð.
Kostnaðarbókhald bæjarfélaga mun víðast lélegt.
Samband íslenzkra sveitarfélaga skyldi hafa forgöngu
um að koma á lykli fyrir kostnaðarbókhald. Sem fyrir-
mynd mætti benda á nýlegan kostnaðarlykil Rann-
sóknarstofnunar byggingariðnaðarins um húsbygging-
ar.
Bæjarfélög komast ekki hjá því að eiga einhvern
tækjakost. Nefna má: loftpressu, traktorsgröfu, snjó-
moksturstæki og vörubíla.
Sérhæf tæki, sem nýtast illa hjá einu bæjarfélagi,
má:
a) kaupa að frá verktökum.
b) reka sameiginlega af fleiri bæjarfélögum.
Verklegar framkvæmdir —
ástand og horfur
Stefna ber að því, að ekki verði um bráðabirgða-
framkvæmdir að ræða á neinu sviði verklegra fram-
kvæmda bæjarfélaganna.
ítrekuð voru fyrri ummæli um nauðsyn fullkom-
innar hönnunar, áður en framkvæmdir hefjast.
Fleira var ekki rætt.
STARFSHÓPUR X:
Fjármögnun gatnagerðar-
framkvæmda
í starfshópnum voru:
Sigfinnur Sigurðsson, framkv.stj., Selfossi,
Ásgeir Valdimarsson, verkfr., Seltjarnarnesi,
Ásmundur B. Ólsen, hreppsnefndarfulltrúi,
Patreksfirði,
Björn Einarsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi,
Eiríkur Alexandersson, sveitarstjóri, Grindavík,
Guðmundur Magnússon, verkfr., Reykjavík,
Guðmundur Ingimundarson, oddviti, Borgar-
nesi
Haraldur Gíslason, sveitarstj., Vopnafirði,
Ölvir Karlsson, oddviti, Ásahreppi.
Framsögumaður hópsins var Sigfinnur Sigurðsson.
1. Verkefnið tengist skipulags- og heilbrigðismál-
um mjög mikið.
2. Verkefnin eru fólgin í holræsalögnum eða endur-
nýjun holræsa, jarðvegsskiptum og lagningu varan-
legs slitlags úr steypu, malbiki eða olíumöl og loks
lagningu gangstétta. Hafa ber í huga, að vatnsveitu-
framkvæmdir o. fl. fylgjast oft að við holræsagerð.
3. Kröfur eru mjög vaxandi á þessum sviðum. Má
benda á vaxandi velmegun undanfarandi ára og þar
nteð auknar kröfur um opinbera þjónustu, m.a. um-
ræður um umhverfismál, kröfur um aukna hollustu-
hætti almennt og sérstaklega kröfur til umhverfis
frystihúsa og fiskvinnslustöðva. Minnt er á sérstaka
áætlun um þau mál.
4. Verkefnin hafa hlaðizt upp og eru víðast brýn.
Aðeins stærstu kaupstaðirnir og kauptúnin hafa far-
ið út í framkvæmdir að nokkrum mun. Hin minni
sveitarfélög hafa ekki notað tekjustofna sína nema
að hluta.
5. Víða eru nú ástæður fyrir töfum á framkvæmd-
um, m.a. takmarkaðir tekjustofnar.
6. Fullnýting tekjustofna þeirra, sem nú gilda,
hrekkur skammt, sem þó er sjálfsagt skilyrði fyrir
heimildum um notkun nýrra tekjustofna. Veruleg
gatnagerð liækkar fasteignamat og þ.á.m. skatta að
öðru jöfnu.
SVEITARSTJÓRNARMÁL