Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 14
lög nr. 58/1961 fjalla hins vegar um öll sveitar- félög landsins, kaupstaði og hreppa, og við gild- istöku þeirra voru hin einstöku sérlög urn kaup- staðina afnumin. Þróunin hefur orðið sú, að smám saman hefur af löggjafans hálfu verið leitazt við að samræma þær reglur, sem gilt hafa annars vegar um kaup- staði og hins vegar um hreppa, svo sem gildandi sveitarstjórnarlög bera með sér. Eldri sveitarstjórnarlög, sem giltu um hreppa, voru mjög sniðin við sveitahreppa í dreifbýli. Sömu reglur gilda að mestu um kaupstaði og hreppa Að langmestu leyti gilda sömu reglur um kaupstaði og hreppa. Þannig gilda að mestu sömu reglur urn kosningar til sveitarstjórna. Alveg sömu reglur gilda varðandi kosningarrétt, kjörgengi og kjörtímabil, svo og kjörskrár og framkvæmd kosninga. Mismunandi reglur gilda að vísu um kjörtíma, en í því efni gilda sömu reglur um kaupstaði og þéttbýlishreppa annars vegar og dreifbýlishreppa hins vegar. í sveitarstjórnarlögum er í nokkrum tilvikum gerður greinarmunur á þéttbýlissveitarfélögum, (þar sem s,£ hlutar íbúa lneppsins búa í kaup- túni) og dreifbýlishreppum, s.s. varðandi kosn- ingatíma, og einnig á hreppum, sem hafa 500 íbúa eða fleiri, og fámennari hreppum, s.s. varð- andi heimild til ráðningar sveitarstjóra, reglur um bókhald og reglur um afgreiðslu fjárhags- áætlana og ársreikninga. Urn réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna og um tekjustofna gilda sömu reglur um kaup- staði og hreppa. Varðandi hlutverk og verkefni gilda sömu reglur um kaupstaði og hreppa. Að sjálfsögðu eru verkefni sveitarfélaga mismun- andi, en sá mismunur ræðst ekki af þvi, hvort um er að ræða lneppa annars vegar og kaup- staði hins vegar, heldur miklu fremur af því, hvort um þéttbýlissveitarfélag er að ræða eða hrepp í dreifbýli, svo og af umfangi framkvæmda sveitarfélagsins. Mismunur á kaupstöðum og hreppum Samkvæmt lögum er mismunur á kaupstöðum og hreppum aðallega fólginn í eftirfarandi: 1. Formmunur. Sveitarstjórn í kaupstað nefn- ist bæjarstjórn og önnur heiti í samræmi við það, en sveitarstjórn í lneppi hreppsnefnd. For- maður hreppsnefndar nefnist odviti, en formaður bæjarstjórnar lorseti bæjarstjórnar. 2. Bæjarstjórnir ern skipaðar 7—11 bæjarfull- trúum, aðalreglan 9 bæjarfulltrúar, en hrepps- nefndir 3—7 hreppsnefndarmönnum, aðalreglan 5. í kaupstöðum má skipa bæjarráð, sem fer með ákveðið vakl, en ekki er gert ráð fyrir hliðstæðu stjórnvaldi í hreppum. 3. 1-Iver kaupstaður er sjálfstætt lögsagnarum- dæmi, þar sein hins vegar hreppur er hluti af liigsagnarumdæmi sýslu. Bæjarfógeti fer með lög- sögu í kaupstað og hefur þar aðsetur, en sýslu- maður í hreppi og þarf ekki að vera þar búsettur. 4. Skylt er hverri bæjarstjórn að ráða sérstakan framkvæmdastjóra, bæjarstjóra. Hreppsnefnd er ekki skylt að ráða framkvæmdastjóra, en heim- ilt er að gera slíkt í hreppum með yfir 500 íbúa eða þar sem um mikinn atvinnurekstur er að ræða, ella er oddviti lneppsnefndar framkvæmda- stjóri hennar. 5. Kaupstaðir lúta beint yfirstjórn félagsmála- ráðuneytisins, sem fer með sveitarstjórnarmál- efni, en eiga enga aðild að sýslufélögum s.’.v. lögum. 6. Kaupstaðir geta á sitt eindæmi gert ýrnsar ráðstafanir án samþykkis æðra stjórnvalds (fé- lagsmálaráðuneytis) s.s. tekið lán, veðsett tiltekn- ar eignir og tekizt á hendur ólögboðnar skuld- bindingar. Hreppar verða að fá samþykki æðra stjórnvalds (sýslunefndar) til slíkra ráðstafana. 7. Hreppar eru aðilar að sýslufélögum og lúta yfirstjórn þeirra með ýmsum hætti. Þannig skal sýslunefnd hafa umsjón með því, að lnepps- nefndir starfi eflir lögum og reglum. Sýslunefnd hefur eftirlit með fjárreiðum hreppa, annast endurskoðun reikninga þeirra o. fl. — Samþykki sýslunefndar þarf til ýmiss konar fjárráðstafana SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.