Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 13
MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON, framkvæmdastjóri: KAUPSTAÐUR EÐA HREPPUR? Undanfarið hefur orðið vart áhuga í nokkr- um kauplúnahreppum á því, að viðkomandi hreppar öðluðust kaupstaðarréttindi eða a. m. k. að athugaðir yrðu möguleikar á því. Hafa þessi mál verið rædd í nokkrum lneppsnefndum, t.d. á Seltjarnarnesi, Bolungarvík, Dalvík, Eskifirði, Höfn í Hornafirði, Selfossi og ef til vill víðar. Tilefni þessa áhuga kann að vera tillaga, sem samþykkt var á fundi fulltrúaráðs Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga um, að stjórn sambandsins léti fara fram könnun á kostum þess og göllum, að stærstu þéttbýlishrepparnir öðluðust kaup- staðarréttindi. Tvær tegundir sveitarfélaga Svo sem kunnugt er, eru tvær tegundir sveit- arfélaga á íslandi: kaupstaðir og hreppar. Kaup- staðirnir eru 14, en hrepparnir 210. 1 hópi kaupstaðanna eru flest stærstu sveitarfé- lög landsins. í fjölmennustu hreppunum eru margfalt fleiri íbúar en í fámennustu kaupstöð- unum. Þannig eru íbúar Garðahrepps 3363, íbú- ar Seltjarnarneshrepps 2389 og íbúar Selfoss- hrepps 2484, en íbúar Seyðisfjarðarkaupstaðar liins vegar 882, en hann er fámennasti kaupstað- urinn, allt miðað við íbúaskrá 1. desember 1972. Því er ekki óeðlilegt, að spurt sé, hvernig á þessu standi og hvaða reglur gildi um það, að kaup- túnahreppar verði kaupstaðir og hverjir séu kostir þess og annmarkar. Verður síðar í grein þessari leitazt við að svara þessum spurningum, eftir því sem unnt er. Lagaákvæði um réttarstöðu sveitarfélaga Almenn sveitarstjórnarlög voru fyrst sett árið 1872 með Tilskipun um sveitarstjórn á íslandi 4. maí það ár. Með þeirri tilskipun var kornið á sveitarstjórn á íslandi í nútíðarmynd, þótt hrepparnir séu eldri og uppruna þeirra megi rekja allt til upphafs íslandsbyggðar. Tilskipun- in 1872 gilti eingöngu um hreppa, en fyrir gild- istöku hennar voru þrír kaupstaðir á landinu, Reykjavík, Akureyri og ísafjörður, sem öðlazt höfðu kaupstaðarréttindi með sérstökum lögum. Fram til ársins 1961 giltu almenn sveitarstjórn- arlög um alla hreppa landsins, en sérstök lög um hvern kaupstað. Núgildandi sveitarstjórnar- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.