Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Síða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Síða 16
hreppur gerist kaupstaður. Það er háð mati og óskum sveitarstjórna viðkomandi hreppa og á- kvörðun löggjafans, þar sem kaupstöðum verður ekki fjölgað, nema með lögum, skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Reynslan sýnir, að í öllum tilvikum ltafa við- komandi sveitarstjórnir orðið að hafa frum- kvæðið gagnvart löggjafarvaldinu, enda virðist það ekki óeðlilegt. Þótt ekki séu til almennar reglur um það, livenær lieppilegt þyki, að hreppur öðlist kaup- staðarréttindi, má þó nefna nokkur atriði, sem hafa má Iiliðsjón af í þessu sambandi. í fyrsta lagi má telja, að einungis þéttbýlis- hreppar korni til greina í þessu sambandi. Fólks- flestu kauptúnin kæmu helzt til greina, s.s. Garða- hreppur með 3363 íbúa, Selfosshreppur með 2484 íbúa og Seltjarnarneshreppur með 2389 íbúa. Næst fólksflestu kauptúnin eru Njarðvikur með 1641 íbúa, Grindavík með 1350 íbúa og Borgarnes með 1235 íbúa. Þá koma næst í röð- inni sjö kauptún með um eða yfir 1000 íbúa: Sandgerði (1084), Ólafsvík (1048), Stykkishólm- ur (1049), Palreksfjörður (989), Dalvík (1087), Eskifjörður (928) og Höfn (1013). Helztu matsatriðin Mörg atriði korna til álita í sambandi við mat sveitarstjórnar (hreppsnefndar) á því, hvort rétt sé, að hún æski þess, að hreppurinn verði með lögum gerður að kaupstað. Meðal þessara atriða má nefna: 1. íbúafjöldi hreppsins, sbr. hér að framan. 2. Hvort telja megi, að útgjöld sveitarfélags- ins hœkki við breytinguna. 3. Mat á því annars vegar, að sveitarfélagið fái aukið sjálfsforræði og hins vegar, að tengsl ]ress við nágrannasveitarfélög og byggðarlög rofni við brottför úr sýslufélag- inu. 4. Hagrccði og aukin þjónusta við ibúa sveit- arfélagsins við stofnun bæjarfógetaembætt- is, ef sýslumaður hefur ekki verið búsettur í sveitarfélaginu. Afstaða ríkisvaldsins til fjölgunar kaupstaða Nú eru liðin átján ár síðan hreppur fékk síðast kaupstaðarréttindi, það er Kópavogs- kaupstaður, með lögum nr. 30 frá 11. maí 1955. Ekki er til þess vitað, að nokkurt sveitarfélag hafi síðan formlega óskað eftir því við stjórn- völd að fá slík réttindi, fyrr en hreppsnefncl Dalvíkurhrepps fékk nú nýverið flutt á Alþingi frumvarp um kaupstaðarréttindi til handa Dal- víkurhreppi, og því er ekki vitað, hvernig ríkis- valdið (Alþingi) mundi nú bregðast við ósk eða óskum hreppa um að öðlast slík réttindi, |jví að frumvarpið um Dalvíkurhrepp var svo seint fram borið, að það náði ekki að hljóta þá með- ferð á þinginu, að nokkuð reyndi á. Þar eð bæjarfógeti verður að hafa aðsetur í kaupstað, er Ijóst, að lögfesting kaupstaðarrétt- inda til hancla lireppi hefur í för með sér út- gjaldaaukningu fyrir ríkissjóð, hafi sýslumaður ekki verið búsettur í viðkomandi hreppi (kaup- túni). Hafi sýslumaður hins vegar verið þar bú- settur, virðist ekki ætti að vera um útgjalda- aukningu fyrir ríkissjóð að ræða. Af 13 kauptúnum, sem talin eru hér að fram- an, erti 5 aðsetur sýslumanna. Af framansögðu er því ekki óeðlilegt að á- lykta, að nokkurrar tregðu muni gæta hjá lög- gjafarvaldinu við að sarnþykkja lög um að veita hreppum kaupstaðarréttindi. Að lokum má geta þess, að á síðasta fulltrúa- ráðsfundi Sambands íslenzkra sveitarfélaga 28. marz s.l. var samþykkt tillaga, framborin af tíu fulltrúaráðsmönnum um, að stjórn sambandsins vinni að því, að afnuminn verði úr lögum sá mis- munur, sem gerður er á sveitarfélögum. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.