Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 35
frv., í stað þess að reikna mótasmíði sér, múrhúðun sér og þar fram eftir götum. 3. Við kostnaðarbókhald. Hér er það bæði verkkaupinn og verktakinn, sem nýtt geta kosti kerfisins. Ef það hefur verið notað við hönnunina og tilboðsgerðina, er notk- un þess við kostnaðareftirlitið bæði auð- vekl og sjálfsögð. Auk þess sem tekin yrði í notkun slíkur bók- lialdslykill og kostnaðarskipting, sem hér liefur verið drepið á, hefur nokkuð verið rætt um stofn- un þess, sem kalla mætti einingarvcrðabanka. Þar verði um að ræða samantekt og útgáfu á safni einingarverða og verklýsinga á einstökum byggingareiningum, flokkað eftir sama kerfi, og yrðu verðupplýsingar endurnýjaðar reglulega. Stofnsjóð einingarverðabankans myndu verk- takar og ráðgefandi verkfræðistofur leggja fram í formi verðupplýsinga, er byggðust á reynslu- tölum, auk þess sem Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins myndi afla upplýsinga frá efnis- sölum, arkitektum og öðrum, sem búa yfir upp- lýsingum um verð og vinnuaðferðir. Ráðlegg ég öllum ráðslefnugestum að fylgjasi með framgangi þessa máls, en ekki er ólíklegt, að frumdrög að bókhaldslykli sjái dagsins ljós hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins á næstu mánuðum. Slíkur bókhaldslykill nteð aðgangi að ein- ingarverðabanka myndi verða ómetanlegt hjálp- artæki öllum þeim, sem um byggingarkostnað þurfa að fjalla, nái hann almennri útbreiðslu. IIMIMKAUP Á RYKBINDIEFNI Vegagerð rikisins hefur skrifað sambandinu varðandi innkaup á rykbindiefni á þessa leið: Vegagerð ríkisins hefur á undan- förnum árum keypt rykbindiefni til jiess að rykbinda fjölförnustu malarvegi landsins, en samhliða þvi liefur Vegagerðin einnig selt ýmsum sveitarfélögum rykbindi- efni. Þar sem jressi sala hefur auk- izt að mun á síðustu árum, verður að teljast eðiilegra og hagkvæm- ara, að Innkaupastofnun ríkisins annist jjessa fvi irgreiðslu fyrir sveit- arfélögin beint, án milligöngu Vegagerðarinnar, sem ekki er skipu- liigð sem verzlunarfyrirtæki. Innkaupastofnun ríkisins hefur jjví að ósk Vegagerðar ríkisins leitað eftir tilboðum í kaup á ryk- bindiefni fyrir malarvegi. Lægsta tilboð ljarst frá Sunnufelli h.f., en Jæir hafa umboð fyrir CIECH í Varsjá, Póllandi, og er jjetta í ann- að sinn, sem kcypt er frá þessum aðilum. Rykbindiefnið verður að venju afgreitt í stáltunnum, og eru 200 kg. í liverri tunnu, en einnig verð- ur unnt að fá það í plastpokum, en 50 kg. eru í hverjum poka. Samkvæmt upplýsingum Inn- kaupastofnunarinnar er verð sam- kvæmt fyrrnefndu lægsta tilboði á- ætlað: í stáltunnum, 200 kg. á 2050 eða 10.250 kr. pr. tonn. í plastpokum, 50 kg. á 490 eða 9.500 kr. pr. tonn. Verð miðast við afgreiðslu á liafnarbakka í Reykjavík. Enn- fremur er unnt að fá afgreitt með framhaldsfragt á stærri hafnir úti á landi, ef pantað er með nógum fyTÍn'ara. HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ SMUROLÍUNA? Með vaxandi fjölda vélknúinna tækja í landinu hefur skapazt vandamál í sambandi við notaða smurolíu af tækjunum. Mikið fellur til af notaðri smur- oh'u á bifreiðaverkstæðum og smur- stöðvum út um landið. Ekki j)ykir svara kostnaði að senda olíuna til lireinsunar til Reykjavíkur, strang- lega er bannað að láta hana renna í vatn eða sjó af augljósum ástæð- um og sú lausn að urða hana í tunnum er skammgóður verniir, þar eð tunnurnar ryðga í sundur og olían kann j)á að menga jarðveg og grunnvatn í umhverfi sínu næstu aldirnar. Bezta lausnin væri sjálfsagt að koma upp hreinsunartækjum, jrar sem olían fellur til, lireinsa úr henni óhreinindin og nota liana aftur. Myndi jrað spara mikinn gjaldeyri í vélarekstri landsmanna. Þar sem slíku verður ekki kont- ið við, má benda á, að hægt er að brenna smurolíunni í venjulegum svartolíubrennurum. Þannig hafa Síldarverksmiðjur ríkisins um nokkurra ára skeið brennt allri notaðri smurolíu, sem til fellur í Húsavík, í fiskimjöls- verksmiðju sinni á staðnum. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.