Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 38
STARFSHÓPUR IV:
Mælingar, kort, skipulag
og nauðsynlegur
undirbúningur framkvæmda
í starfshópnum störfuðu:
Guðmundur Björnson, verkfr., Hnit s.f. Rvík,
Guðmundur Hjálmarsson, tæknifr. Húsnæðis-
málastjórn ríkisins,
Gunnar H. Gunnarsson, verkfr. Reykjav.borg,
Ingólfur Eyjólfsson, verkstjóri, Höfn,
Jóhannes Ingibjartsson, byggingafr. Akranesi,
Ragnar Arnason, verkfr. Reykjavíkurborg,
Sigurður Thoroddsen, arkitekt, Skipulagi rík.,
Steinar Geirdal, byggingafulltr., Keflavík,
Þorsteinn Jóhannesson, bæjarverkfr., Sigluf.
Framsögumaður Guðmundur Björnson, verkfræð-
ingur.
Fyrst voru ræddar þarfir sveitarfélaga fyrir kort.
Annars vegar væri þörf fyrir kort vegna gerðar skipu-
lags, það álil kom fram, að mælikvarðinn 1:1000
hentaði bezt sem grunnur fyrir skipulagsuppdrætti á
lítt byggðum svæðum, en við endurskipulagningu
eldri hverfa væri mælikv. 1:500 nauðsynlegur. Reynsla
af kortum 1:1000 og 1:2000 væri allgóð, en ntikill
galli er, að viðhaldi þessara korta er nijiig ábótavant.
Víða væru byggingarfulltrúar í beztri aðstöðu til að
safna uppýsingum um breytingar, og hafa þeir, t.d.
á Akranesi, fært breytingar á kortin að hluta.
Talið var, að hæðalínur með 1 m millibili væru
nauðsynlegar á kortum vegna skipulagningar, til að
unnt væri að gera á þcim forhönnun ýntissa valkosta,
sem fram kynnu að koma við skipulagningu. Kort í
1:5000 með 2ja m hæðalínum, eins og gerð hefðu
verið t.d. af Grindavík, væru í því efni tæplega nægj-
anleg, þótt þau henluðu vel fyrir gerð aðalskipulags.
Að })ví er snertir gerð korta, sem henta til undir-
búnings skipulags, virðast sveitarfélög mjög mis-
jafnlega á vegi stödd, en viðhald kortanna er yfir-
leitt lítið sem ekkert. Mun meira átak er að taka til
við slíkt, þegar kortin eru orðin mjög úrelt.
Við gerð mæliblaða og uppdrátta af götum er
nauðsynlegt að vinna a.m.k. í kvarðanum 1:500. Við
slíka vinnu eru kort frá þvf um og eftir 1930 hentug,
svo langt sem þau ná, en eru víðast algjörlega úrelt
orðin og punktakerfi það, sem þau eru byggð á, að
mestu týnt.
Við endanlega hönnun mannvirkja eru að jafnaði
SVEITARSTJÓRNARMÁL
gerðar hæðarmælingar á landinu, svo að nákvæmar
hæðarlínur eru ekki nauðsynlegar í þessum kvarða.
Þá var nokkuð rætt um, hvaða mælikvarði hentaði
fyrir kort yfir lagnir. Flestar veitustofnanir komast
af með 1:500, en ef lýsa ætti fleiri lögnum á sama
uppdrætti, væri hætt við, að 1:500 yrði of lítill kvarði.
Myndi það leiða til ntkv. 1:200 eða 1:250, og yrði
slíkt kerfi dýrt í uppsetningu og viðhaldi.
Mikilvægt er, að ákveðnari stefna verði mörkuð í
kortamálum sveitarfélaga, að því er varðar mæli-
kvarða, mælikvarðaröð og blaðskiptingu.
Nokkuð var rætt um skiptingu kostnaðar við korta-
gerð og skipulag. Gert er ráð fyrir, að sveitarfélög
greiði helming kostnaðar við kortagerð og gerð skipu-
lags. En upplýst var, að sveitarfélögin hefðu yfirleitt
ekki verið krafin um sinn hluta af kostnaði við skipu-
lagsvinnuna, sent gerð er hjá Skipulagi ríkisins. Ætti
þetta sinn þátt í því, að vegna takmarkaðs mannafla
í þeirri stofnun væri ekki hægt að vinna skipulag eins
vel og æskilegt væri.
Þá var rætt um skipulagsvinnu almennt, og kom
fram, að allmörg sveitarfélög hefðu látið gera aðal-
skipulag (Reykjavík, Selfoss, Hveragerði, Sauðár-
krókur, Hafnarfjörður, Kópavogur, Keflavík, Njarð-
víkur og Keflavíkurflugt'öllur, einnig Höfn). Var tal-
in hin mesta þörf á að hraða gerð aðalskipulags sem
víðast og endurskoða það, því sums staðar væri af
lítilli fyrirhyggju skipulögð hverfi án nokkurs aðal-
skipulags. Þó var lögð áherzla á, að slíkt aðalskipu-
lag mætti ekki vera of bindandi í smáatriðum, heldur
tjá aðalatriði með nokkrum sveigjanleika.
Alitið var, að of lítið væri vandað til gerðar deili-
skipulags, þyrfli að gera forhönnun ýmissa valkosta,
m.a. með tilliti til kostnaðar, til að stjórnendur sveit-
arfélaga vissu betur, hvaða fjárhagslegar byrðar mis-
munandi tillögur hefðu í för með sér. Hópvinna arki-
tekta og tæknimanna við skipulag þyrfti að vera til
staðar frá byrjun og fara fram áður en skipulag væri
endanlega samþykkt. Þá var álitið, að oft væru skipu-
lagstillögur unnar á of skömmum tíma, og þyrfti betri
skilningur og fyrirhyggja sveitarstjórnarmanna í þess-
um efnum að koma til, en þeir væru að jafnaði undir
tímanlegum þrýstingi frá þeim, sem þyrftu á bygging-
arlóðum að halda.
Þá var nokkuð rætt um gerð skipulagsuppdrátta
almennt og frágang þeirra, svo sem hversu ítarlega
þeir ættu að segja fyrir um einstök atriði. Væri nú
algengara, að skipulaginu fylgdu ítarlegir byggingar-
skilmálar, fremur en að forskriftir væru á uppdrætti.
Fyrir skipulagsmönnum vekti jafnan að ná vissu heild-
arsamhengi eða hverfissvip, sem hér væri meira á-
ríðandi en erlendis, þar sem hús væru hér meira á-
berandi í landslagi, m.a. vegna skógleysis.
Þá var rætt um fastamerki til mælinga og korta-
gerðar. Virðist jafnan of lítið til þeirra vandað í upp-