Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 15
hreppsnefnda, sbr. 6. tl. Sýslunefnd setur ýmiss
konar reglugerðir og samþykktir, sem gilda fyrir
alla hreppa sýslunnar, s.s. byggingarsamþykkt,
reglugerð urn fjallskil o. 11., en bæjarstjórnir
setja ýmiss konar reglugerðir og samþykktir,
sem að vísu margar hverjar þurfa staðfestingu
ráðuneyta.
8. Þátttaka lireppa i sameiginlegum fram-
kvœmdum sýslufélaga og gjaldskylda lireppa til
sýslusjóða. Hreppar eru skyldir til að greiða til
sýslufélags árlega skatta skv. lögum og ákvörðun-
um sýslunefnda. Er hér um að ræða sýsluvega-
sjóðsgjald og sýslusjóðsgjald. Sýslusjóðsgjaldið
er megintekjustofn sýslusjóðanna til að standa
undir samþykktum útgjöldum og framkvæmdum
á vegum sýslufélagsins, en sýslunefndir virðast
hafa ótakmarkaðar heimildir til að skattleggja
einstaka hreppa í formi sýslusjóðsgjalda.
Skattgreiðslur hreppatil sýslusjóða
Því er ekki að leyna, að skattlagning sýslu-
nefndanna er mikill þyrnir í augum margra
lireppa, bæði að því er varðar sýsluvegasjóðsgjöld
og sýslusjóðsgjöld. í þessu sambandi má vekja
athygli á því, að sýslunefndarmenn eru kosnir
beint, einn sýslunefndarmaður 1 hverjum hreppi
án tillits til stærðar hreppa. Þannig kjósa íbúar
Selvogshrepps einn sýslunefndarmann og íbúar
Selfosshrepps einn sýslunefndarmann, þótt íbúar
á Selfossi séu nær 100-sinnum fleiri en í Selvogi.
Mörgum hreppum, sérstaklega þéttbýlishrepp-
um, finnst þeir fái lítið til baka af því fé, sem
þeir greiða til sýslufélagsins. Að vísu er þetta
mismunandi.
Útgjökl og framkvæmdir á vegum sýslunefnda
eru mjög mismunandi og sýslusjóðsgjöldin þar
af leiðandi.
Samkvæmt hagskýrslum námu t.d. meðaltals-
útgjöld lireppa árið 1965 vegna sýslusjóðsgjalda
7.7% af heildarútgjöldum þeirra og vegna sýslu-
vegasjóðsgjalda 2.2%. Útgjöld þessi voru hins
vegar mjög mismunandi eftir' sýslum eða sýslu-
sjóðsgjald allt frá 0.6% (Gullbringusýsla) til
12.3% (Skagafjarðarsýsla). í Húnavatnssýslu
voru meðaltalssýslusjóðsgjöld árið 1965 11.8%
af heildarútgjöldum hreppanna og í Árnessýslu
10,3%. Þess ber að geta, að í þeim sýslufélögum,
þar sem sýslusjóðsgjöldin eru hæst, eru sameig-
inlegar framkvæmdir sveitarfélaganna á vegum
sýslufélaganna nijög miklar, s.s. rekstur skóla,
bygging og rekstur sjúkrahúsa, safna, elliheimila
o. fl., og sparast Jrví oft hliðstæð útgjöld á veg-
um sveitarfélaganna, sem ella hefðu Jmrft að
koma til.
Samanburður á útgjöldum
kaupstaða og hreppa
Þegar borin eru saman útgjöld eða einstakir
útgjaldaflokkar kaupstaða annars vegar og
lneppa hins vegar, virðist ekki um mikinn mun
að ræða, ef undan eru skilin framlög hreppa til
sýslusjóða sbr. áður sagt.
Skv. hagskýrslum 1965 var t.d. meðaltalsstjórn-
unarkostnaður kaupstaða og hreppa 7.7%. Var
meðaltalsstjórnunarkostnaðurinn hjá lireppun-
um annars vegar og kaupstöðunum hins vegar
nokkurn veginn sá sami.
Hins vegar reyndist innbyrðis um mikinn mun
að ræða í Jjessum útgjaldalið. Þannig reyndist
stjórnunarkosinaður hjá kaupstöðunum árið
1965 frá 3.8%—10% af heildarútgjöldum þeirra
og í kauptúnahreppunum frá 3.5%—10%.
Form sveitarfélagsins virðist eliki skipta máli
i þessu sambandi. Samkvcemt. þessu virðist mega
álykia, að sljórmmarkostnaður kaupstaðar þurfi
ekki að vera meiri en hrepps með sama ibúa-
fjölda.
Hvað snertir aðra útgjaldaflokka, var um hlið-
stæð útgjöld að ræða hjá kauptúnahreppum
annars vegar og kaupstöðum hins vegar, og væri
um misrnun að ræða, var ekki unnt að rekja hann
til forms sveitarfélagsins, heldur virtust koma J>ar
aðrar ástæður til.
Hvenær gerist hreppur kaupstaður?
Engar reglur eða lög eru til um það, hvenœr
SVEITARSTJÓRNARMÁL