Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 37
STARFSHÓPUR III:
Mælingar, kort, skipulag
og nauðsynlegur
undirbúningur framkvæmda
f starfshópnum störfuðu:
Baldur Jóhannesson, Hnit s.f.
Björn Gíslason, byggingarfulltr., Patrekshreppi,
Björn Gústafsson, tæknifr., Húsnæðismálast.
rikisins,
Bragi Jóhannesson, mælingamaður, Hnit s.f.,
Engilbert Jónsson, byggingarfulltr., Grindavík,
Guðleifur Sigurjónsson, garðyrkjustj., Keflav.,
Guðni Artliúrsson, byggingarfulltr., Reyðarfirði,
Gústaf Jónsson, tæknifræðingur, Garðahreppi,
Haukur Pétursson, mælingaverkfr., Forverk h.f.,
Jóhannes Guðmundsson, verkfr., S. Thorodd-
sen s.f.,
Stefán Jónsson, arkitekt, Reykjavík,
Þorvaldur Vestmann Magnússon, tæknifr.,
Húsavík.
Framsögumaður hópsins var Haukur Pétursson,
mælingaverkfræðingur.
Af hinu víðtæka verkefni sínu vill starfshópurinn
benda á eftirfarandi:
Vegna skipulagsstarfa, hönnunar verka og stjórnun-
ar tæknimála er óhjákvæmilegt, að bæjarfélög ltafi
yfir að ráða kortum í mismunandi mælikvörðum.
Þessir mælikvarðar gætu verið 1:10000, 1:5000, 1:2000,
1:1000, 1:500 og jafnvel 1:200.
Utgáfa korta í öllum þessum mælikvörðum er hins
vegar alltof víðtækt verkefni. Ekkert bæjarfélag gefur
úr kort í öllum Jtessum mælikvörðum. Til réttilegra
þarfa bæjarfélags, og með orðinu bæjarfélag er átt
við þéttbýli og ekki sveit, er nauðsynlegt að hafa
nákvæmar kortaútgáfur í tveim eða Jrrem mælikvörð-
um, skal nú 'gera nokkra grein fyrir þessurn mæli-
kvörðum og hvernig notkun þeirra skiptist, þótt Jjessi
mörk séu alls ekki skörp.
Yfirlitskort
Mælikvarði yfirlitskorta gæti verið 1:10000 eða
1:5000, eftir Jrví, sem við á. Fyrir flest bæjarfélög
myndi mælikvarði 1:5000 henta betur. Þessi kort
myndu vera notuð við aðalskipulag, frumáætlanir
gatna og lagnakerfi, og eins myndu [icssi kort henta
sem stjórnunarkort aðalveitukerfa.
Kort í millimælikvarða
í millimælikvarða eru kort í mælikvarða 1:2000 al-
gengust hér á landi. Þessi kort eru notuð við deili-
skipulag, sem yfirlitsuppdrættir við hönnun lagna-
kerfa og sem skrásetningarkort, sem veitir nauðsyn-
legt yfirlit yfir lóða- og landamörk. Einnig kemur til
greina að nota kort í mælikvarða 1:1000 í sama til-
gangi.
Kort í stórum mælikvarða
Hér er átt við kort í mælikvarða 1:500 og mæli-
kvarða 1:1000. Einnig mætti nefna mælikv. 1:200 í sam-
bandi við sérstaka verkþætti. Þessi kort eru notuð við
deiliskipulag takmarkaðs bæjarhverfis, séruppdrátta
vegna lagnakerfa, kort vegna lóða og landamarka-
rannsókna, stjórnunarkort veitnkerfa og grundvöll-
ur að endanlegri lóðaskiptingu og frágangi bygg-
ingarskilmála.
Unnt er hugsa sér tveggja mælikvarða-kerfi, í kort-
útgáfu t.d. 1:5000 og 1:1000, en Jretta er nokkuð ó-
hentugt, og mælir starfshópurinn því með Jtriggja
mælikvarða kortútgáfu. Telur starfshópurinn mæli-
kvarðana 1:5000, 1:2000 og 1:500 hentugasta við venju-
legar aðstæður. Aðrir mælikvarðar kæmu til greina í
þessari þrískiptingu, ef sérstakar ástæður eru til þess.
Þegar mælingarvinna er hafin í bæjarfélagi til
undirbúnings verkframkvæmda, telur starfshópurinn
rélt, að þær séu þannig skipulagðar, að unnt sé að
nota niðurstöðurnar í endanlegu hnitkerfi viðkorn-
andi svæðis. Allar lóða- og landamarkamælingar eiga
að mælast inn í fastmerkjakerfi viðkomandi staðar.
Þetta hefur augljósa kosti og vinnusparnað síðar
meir.
Akjósanlegast er, að sem stærst landsvæði séu
grunnmæld í einu og landskerfi þríhyrningamæling-
anna séu mæld og útreiknuð niður í bæjarkerfi Jrétt-
býliskjarnanna með nægjanlegri nákvæmni. Mæli-
kerfi bæjarfélaganna verður á þann hátt ekki of lítið
og kortagerð ásamt lóða- og landamarkamælingum
bæjarfélaganna er þá í beinu sambandi við íslands-
kortin og landamerkjamælingu sveitanna.
Starfshópurinn telur nauðsynlegt, að nægjanlegur
undirbúningur hafi farið fram, áður en verkfram-
kvæmd hefjist. Nauðsynlegt er, að mælingar, rann-
sóknir, hannanir og verklýsingar liggi fyrir. Jafn-
framt leggur hópurinn áherzlu á, að samhliða hönn-
uninni séu gerðar vandaðar kostnaðaráætlanir þannig,
að fulltrúar sveitarstjórnar geti á grundvelli þeirra
valið í samráði við hönnuði milli mismunandi til-
lagna og undirbúið fjármálahlið framkvæmdanna.
SVEITARSTJÓRNARMÁL