Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 49
stjóri hefur verið ráðinn hinn kunni aflamaður Auðunn Auðuns- son, en áhöfn verður að öðru leyti skipuð lieimamönnum. Einnig er væntanlegur til Þing- eyrar 150 tonna fiskibátur, sem er í smíðum í Slippstöðinni á Akur- eyri. Verður hann í eigu Fiskiðju Dýrafjarðar, en skuttogarann á Kaupfélag Dýrfirðinga, og það ger- ir einnig út tvo báta, 150 og 180 smál. að stærð, Framnes og Slétta- nes. Lagfæring á frystihúsinu Þá er einnig unnið að lagfæringu á frystihúsi Kaupfélagsins, reist er nýtt luis undir fiskmóttöku, flök- unarsalur stækkaður og ýmsu öðru fyrirkomulagi hagrætt. Er gert ráð fyrir, að umbætur þessar á frysti- liúsinu kosti 35—40 millj. króna. Undirbúin gatnagerð úr varanlegu efni Allt þetta og fyrirsjáanleg aukin fiskverkun kallar á miklar umbæt- ur á næsta umhverfi frystihússins, sem sveitarfélagið verður að annast. Byrjað er að grafa út götur og skipta á jarðvegi, og endurnýja jtarf vatns- og skólpleiðslur í göt- um. Er ráðgert að vinna að þessu verkefni í sumar eins og unnt er til undirbúnings að gerð gatna úr varanlegu efni. Hreppsfélagið stendur ásamt öðr- um sveitarfélögum á Vestfjörðum að samstarfi um gatnagerð, og er Ólafur Erlingsson, verkfræðingur, til ráðuneytis um þau mál öll. Um tilhögun jjeirra framkvæmda hefur Olafur nýlega skrifað grein i Sveitarstjórnarmál og vísast til greinar lians um nánari upplýsing- ar um gatnagerðina. íþróttavöllur IJjróttavöllur er í byggingu á Þingeyri. Skipt er um jarðveg und- ir vellinum og sett undir hann all- an gróf vatnsræsandi möl. Er Jíví að mestu lokið, en eftir er að setja 10 cm Jiykkt harpað slitlag ofan á völlinn. Vinna við verk Jietta hófst í fyrra sumar, og liefur ÍJiróttafélag- ið Höfrungur á staðnum unnið að jjessu í samráði við sveitarfélagið. Leggur Jtað til nokkra sjálfboðaliðs- vinnu við íþróttavallargerðina. Við þetta skapast betri aðstaða en áð- ur hefur verið til iðkunar frjálsra ijírótta, auk þess sem knatt- spyrnuvöllurinn er í fullri stærð til kappleikja. Flugvöllur Flugbraut var komin í full not hér í fyrrasumar. Hefur hún reynzt Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Páil Jónsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.