Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 20
Tæknistofnun sjávarútvegsins
á Akranesi
„Aðalfundurinn fagnar sérhverri
viðleitni stjórnvalda og Alþingis í
þá átt, að opinberum stofnunum sé
valinn staður utan höfuðborgar-
svæðisins. Fundurinn samþykkir
því að beina þeirri áskorun til þess-
ara aðila að velja væntanlegri
Tæknistofnun sjávarútvegsins að-
setur á Akranesi."
Samstarf sveitarfélaga
um ákveðin verkefni
„Aðalfundurinn beinir Jteim til-
mælum til sveitarfélaga í kjördæm-
inu, að þau kanni möguleika á sam-
starfi um framkvæmd einstakra
snálaflokka, (eins og til dæmis
sorphreinsun og varanlega gatna-
gerð.“
Óbreytt stjórn
Samþykkt var einróma, að stjórn
samtakanna yrði óbreytt næsta
starfsár. Stjórnin er þannig skip-
uð:
Alexander Stefánsson, oddviti
Olafsvík, formaður; Húnbogi Þor-
steinsson, sveitarstjóri í Borgarnesi,
ritari; Gylfi ísaksson, bæjarstjóri
á Akranesi, gjaldkeri; Sigurður
Sigurðsson, oddviti Skilmanna-
hrepps, og Haraldur Árnason, odd-
viti Laxárdalshrepps.
í varastjórn eiga sæti Valdimar
Indriðason, bæjarfulltrúi, Akra-
nesi; Bergþór Guðmundsson, odd-
viti Leirár- og Melahrepps; Þórð-
ur Ivristjánsson, oddviti Norðurár-
dalshrepps, Ágúst Bjartmars, odd-
viti Stykkishólmshrepps og Gísli
Þorsteinsson, oddviti í Miðdala-
hreppi.
Endurskoðendur voru kjörnir
Jém Þór Jónasson, oddviti Stafholts-
tungnahrepps, og Árni Emilssoti,
sveitarstjóri í Grundarfirði, og til
vara Gísli Þórðarson, oddviti Kol-
beinsstaðahreppi, og Skúli Alex-
attdersson, oddviti Neshreþps utan
Ennis.
FRÁ
SAM-
STARFS-
NEFND
UM
SKÓLA-
KOSTNAÐ
EndurgreiÖsla á aksturs-
kostnaði heekkar
Hinn 13. febrúar sl. skrifuðu
fulltrúar sambandsins í skólakostn-
aðarnefnd menntamálaráðuneyt-
inu og fóru þess á leit, að viðmið-
unartölur, sent lagðar et u til grund-
vallar við útreikning á endur-
greiðslum til sveitarfélaga vegna
aksturs nemenda, verði endurskoð
aðar og hækkaðar til samræntis við
verðlag.
Menntamálaráðuneytið hefir nú
svarað þessari málaleitun og til-
kynnt, að við endurgreiðslu á hluta
ríkissjóðs af aksturskostnaði sveitar-
félaga vegna skyldunámsnemenda
SVEITARSTJÓRNARMÁL
skólaárið 1972—73 muni ráðuneytið
hækka áður samjtykkta viðmiðunar-
taxta í samræmi við leyfðar hækk-
anir á töxtum sérleyfishafa.
Hækkanir Jtessar koma á akstri
frá og með gildistöku áðurnefndra
hækkana á töxtum sérleyfishafa.
Rýmkun álivœða um
stœrðanorm og
kostnaðarviðmiðun.
Þegar gengið var frá endanleg-
um tillögum að reglugerð nr. 159/
1969 um stofnkostnað skóla, létu
fulltrúar Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga í samstarfsnefnd um skóla-
kostnað bóka eftir sér fyrirvara um
nauðsyn sveigjanleika í framkvæmd
reglugerðar, enda var um algjört
nýmæli að ræða, Jtar sem var viðmið
un við ákveðin stærða- og kostn-
aðarnorm við skiptingu stofnkostn-
aðar og eignaraðildar.
Fulltrúar sambandsins töldu sér-
staka ástæðu til að gera mjög á-
kveðinn fyrirvara varðandi grunn-
tölu þá, sem lögð var til grund-
vallar viðmiðunum, j>.e. kr. 11.200
pr. m2, miðað við vísitölu 332 stig,
enda töldu Jteir, að byggingarkostn-
aður skíila Jjá væri allmiklu liærri
en grunnskóli þessi gerði ráð fyrir,
jafnvel um 20 % hærri.
Að undanförnu hefur starfað
nefnd, er endurskoða skal reglu-
gerð 159/1969, m.a. ákvæði og
grunntöiu kostnaðarviðmiðunar.
Nefndin hefur Jtegar látið fara frá
sér tillögu um rýmkun stærða-
norma íþrótlaliúss og sundlaugar,
og var sú breyting staðfest með
reglugerð 148/1972. Innan tíðar má
vænta frekari tillagna um lagfær-
ingar og rýmkun ákvæða um stærð-
arnorm. Endurskoðun á grunntölu
kostnaðarviðmiðunar er mjög mik-
ið og vandasamt verk, sem ekki
verður lokið fyrr en eftir nokkurn
tíma. En til Jjess að flýta þessari
endurskoðun og jafnframt tryggja
eins rétta niðurstöðu og unnt er,
er mjög áríðandi, að sveitarfélög,
sem byggt hafa skóla skv. liinum
nýju ákvæðum, sendi byggingadeild
menntamálaráðuneytisins eða full-
trúum sambandsins sundurliðað
uppgjör byggingarkostnaðar. En
alveg sérstaklega á þetta við um
þá aðila, er byggingardeild hefur
Jjegar beðið um Jressi uppgjiir, en
hafa ekki skilað Jjeim enn.