Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Síða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Síða 27
er hægt að komast hjá, atriði, sem gera það að verkum, að álitið er rétt að breyta verkgrund- vellinum. Breytir það engu í þessu sambandi, hvort verkið er unnið a£ eigin starfsmönnum eða samkvæmt útboði; slíkar breytingar getur þurft að gera. En þessar breytingar eru allt annars eðlis en þær breytingar, sem verða vegna breyt- inga á verðgildi krónunnar. Ég tel, að mjög mikilvægt sé fyrir allar sveitarstjórnir, sem eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því, hvernig á því stendur, að kostnaður hefur farið fram úr áætlun, að halda þessum tveimur atriðum mjög vel aðgreindum, annars vegar breytingum vegna krónubreytinga og hins vegar breytingum á verkinu. Kostnaðaráætlun fer í rauninni ekki úr böndum, þótt greiða verði fyrir verðbreyt- ingar; þær eru þess eðlis, að enginn hönnuð- ur eða verkkaupi getur ráðið við þær. Breyt- ist kostnaður hins vegar verulega, án þess að verðbreytingar valdi, þá er farið fram úr á- ætlun eða verið undir áætlun. Annað er raun- verulega óraunhæft. Ég vil í lok þessa þáttar leggja áherzlu á það, að engu minni vandvirkni Jiarf að beita við und- irbúning framkvæmda, Jtótt Jrær séu unnar af eigin vinnuhópum, en Jjó að Jtær séu boðnar út. Ákvarðanirnar, sem taka Jtarf, áður en fram- kvæmdir hefjast, eru sama eðlis, hvor aðferðin sem notuð er. Þær verða að hafa verið teknar áður, svo að unnt sé að rnynda sér raunhæfa skoð- un unt væntanlegan kostnað við framkvæmdirn- ar. Útboð og reglur um verksamninga Nú ætla ég að venda mínu kvæði í kross og fara nokkrum orðum um reglur um útboð og verksamningagerð, og ætla í Jjví sambandi að ræða um íslenzkan staðal, ÍST 30. Þessar reglur voru settar í formi staðals, sem gefinn var út af Iðnaðarmálastofnun íslands árið 1969, og er saga hans um 10 ára löng. Árið 1959 var skipuð nefnd til að vinna að setningu reglna um útboðs- form og verkframkvæmdir, en raddir höfðu heyrzt nokkuð oft um nauðsyn þessa, en Jiað tók heil 10 ár að koma Jjví í framkvæmd. Síðan liafa regl- urnar verið æði mikið notaðar og gefið góða raun, að því að ég bezt veit. En hvað er staðall? Þetta eru reglur, sem gefnar eru út af IðnJjró- unarstofnun íslands (áður Iðnaðarmálastofnun), og eru til afnota fyrir hvern þann, sem nota vill, en Jjær hafa ekki verið gerðar að skyldu. Það Jjýðir, að hver sá, sem ætlar sér að hefja fram- kvæmdir eða gera verksamninga, hvort sem verk- ið Iiefur verið boðið út eða ekki, getur notað Jjennan staðal sem hjálpargagn til að gera verk- samning eftir. Ég vil leggja áherzlu á, að unnt er að nota slaðalinn í heild, eða hluta af honum, og hægt er að gera breytingar á einstökum atriðum, sem í staðlinum standa, ef aðilar verða sammála um slíkt við samningagerð. Þessum staðli er raunverulega skipt í tvo Jjætti, annars vegar eru reglur um útboðsform og hins vegar reglur um samninga. Reglur um útboðsform í upphafi útboðsreglnanna er gerð grein fyrir merkingu orða í staðlinum. Hann gildir almennt um húsbyggingar eða aðra mannvirkjagerð, hverrar tegundar sem er. Oft hefur vafizt fyrir mönnum, livað raunverulega er átt við, Jregar talað er um útboð. í grein 1.7 í staðlinum er Jjað skilgreint Jjannig: Útboð er „það, að verkkaupi leitar skriflegra, bindandi tilboða frá fleiri en einum aðila í framkvæmd verks á grundvelli sömu upplýsinga og innan sama frests, enda komi fram í orðsendingu, að fleiri en einum sé veittur kostur á að gera tilboð.“ í 4. grein eru ákvæði um Jjað, hvaða gögn Jjað séu, sem nauðsynlegt er að láta fylgja útboði. Eru Jjar talin upp rnörg Jjau atriði, sem ég hefi áður getið um. Fylgja Jjarf verklýsing, þar sem verkinu er nákvæmlega og rækilega lýst, upp- drættir af verkinu í heild og einstökum hlutum þess. Nægilega skýrt Jjarf að koma fram, hvenær verkinu skuli lokið og hvernig fara sktdi að við greiðslur vegna verðbreytinga. Þarna eru einnig ákvæði um, að viðbótarupplýsingar, sem veittar SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.