Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Page 8

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Page 8
HÆKKUN LÓÐARLEIGUGJALDA í mörgum þéttbýlissveitarfélögum eru leigu- gjöld af lóðurn fyrir íbúðarhús og atvinnurekstur mjög lág og hafa jafnvel verið óbreytt í krónu- tölu áratugum sarnan, þrátt fyrir margfaldar hækkanir verðlags og kaupgjalds. Stafar þetta af því, að hlutaðeigandi lóðarleigusamningar hafa verið óuppsegjanlegir, og í þeim hafa ekki verið ákvæði, sem berum orðum heimiluðu end- urskoðun leigugjalds skv. samningnum, þótt hann væri að öðru leyti óuppsegjanlegur á samningstímanum. Á jrað hefur reynt nokkrum sinnurn fyrir dómstólum, hvort sveitarstjórnum sem leigu- sölurn væri heimilt að hækka lóðarleigugjöld skv. óuppsegjanlegum leigusamningum, þar sem enginn fyrirvari var gerður í samningnum um slíka liækkun. Hæstiréttur hefur í a.m.k. 2 dórnum (Hrd. XXI1/293 frá 1951 og hrd. XXIX/346 frá 1958) viðurkennt rétt leigusala (sveitarstjórnar) til að fá endurskoðað ákvæði unr leigugjald (leigu- fjárhæð) í slíkum tilvikum. Taldi dómstóllinn ákvæði í óuppsegjanlegum leigusamningum um leigugjald ekki binda leigusala um ófyrirsjáan- legan tíma, þegar forsendur væru brostnar fyrir upphæð leigugjaldsins vegna almennra verð- hækkana og verðlagsbreytinga í þjóðfélaginu. Væri því rétt í slíkum tilvikum að beita með lögjöfnun ákvæði 2. mgr. 2. gr. laga nr. 75/ 1917 og heimila leigusala (sveitarstjórn) í slík- um tilvikum að óska þess, að dómkvaddir mats- menn legðu mat á leigugjaldið, þegar a. m. k. tíu ár væru liðin, frá því að leigugjaldið var ákveðið. Rétt er að vekja athygli sveitarstjórna á fram- angreindu og jafnframt, eins og kom fram á ráð- stefnu sambandsins um fjármál sveitarfélaga í nóvember s.l., að lóðarleigugjöld fyrir ibúðar- húsalóðir eru víðast orðin kr. 2,00-4,00 á hvern fermetra, þar sem miðað er við fasteignamat og 0,5%-2%, þar sem miðað er við fasteignamat lóða. Leigugjöld af atvinnurekstrarlóðum eru víðast livar allmiklu hærri, víða t. d. kr. 4,00— á ferm. og í sumum tilvikum allmiklu hærri, eins og við miklar verzlunargötur í miðbæjun- um og á hafnarsvæðum. Mjög er það misjafnt, hve lóðarleigur eru gild- ur tekjustofn í hinum ýmsu sveitarfélögum. Sum sveitarfélög liafa drjúgar tekjur og jafnvel all- miklar af lóðarleigum, önnur litlar eða engar. Sjálfsagt virðist, að sveitarstjórnir nýti Jrennan tekjustofn, lóðarleigugjöld, svipað og aðra tekju- stofna sína, ekki sízt með tilliti til Jress, hve land- og lóðarverð hefur hækkað mikið á und- anförnum árum. Magnús E. Guðjónsson. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.