Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Side 12

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Side 12
Baráttan við olíumengunina var einn erfiðasti þáttur hreinsunarstarfsins. Hér er unnið að þvi að krabba upp ,,olíusnjó“ ofan þjóðvegar í fannkomu 8. janúar. í baksýn sést svartolíutank- urinn við norðausturhornið á rústum bræðslunnar. (Ljósm. Hjörl. Guttormsson). er í fyrstu virtist blasa við. Má þar m.a. nefna, að Niðurlagningarverksmiðja var sett í gang, og fengu þar vinnu allar þær konur, sem áður störf- uðu í frystihúsinu, og aukin áherzla lögð á saltfiskverkun. Frystihúsið skemmdist hvað minnst, og hefur höfuðáherzla því verið lögð á það til að byrja með, svo að hjól atvinnulífsins geti farið að snúast. Síldarverksmiðjubyggingin er gjörónýt og mjög mikið af vélum stórskemmt eða ónýtt. Loðna verður jtví ekki brædd í Neskaupstað á Jtessari vertíð. Flestir munu sammála um, að byggja eigi nýja bræðslu á hafnarsvæðinu við fjarðarbotninn, og stefnt er að J>ví að ljúka Jrví fyrir næstu loðnuvertíð. Bifreiðaþjónustan og Steypusalan eru að koma sér fyrir í bráðabirgðahúsnæði, en hafa fullan hug á að liefja byggingarframkvæmdir á sumri komanda. Á Jjessu má sjá, að Norðfirðingar ætla sér ekki að gefast upp, heldur vinna einhuga að endurreisn blómlegs atvinnulífs. Djúp samúð þjóðarinnar og nrikil boðin og veitt aðstoð verður þeim uppörvun í starfinu framundan og vonandi getur Neskaupstaður sem fyrst tekið aftur sinn veglega sess í atvinnulífi þjóðarinnar. 6 SVEITARSTJÓRNARM4I.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.