Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Side 16

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Side 16
ur, sprengingar, stórbrunar og vatnsveitubilanir. Ef litið er á þennan lista, kemur í ljós, að fæstir þessara þátta koma fyrir án þess að valda öðrum. Nægir að nefna þar sem dæmi, að eld- gosið í Vestmannaeyjum olli hraunflæði, hruni mannvirkja, brottflutningi, mengun af völdum eiturefna, rafmagnsbilun, sprengingum, stór- brunum og vatnsveitubilun. Varnir sveitarfélags Almannavarnir sveitarfélags eru ekki stofnun, sem annast beint björgunar- og hjálparstarf, heldur samræmir og stjórnar neyðarþjónustu á breiðum grundvelli, þegar hættu ber að hönd- um. Jafnframt eiga þær að hafa forgöngu um fyrirbyggjandi ráðstafanir gegn vá. En hvernig er eðlilegast, að varnarkerfi sveit- arfélaga sé byggt upp? Ef gengið er út frá því vísu, að uppbygging almannavarna fari fram frá grunni í viðkom- andi sveitarfélagi, er eðlileg atburðarás sem hér segir: Gert verði alhliða starfs- og neyðarskipulag fyrir viðkomandi umdæmi, er miðist við ástand, afl og möguleika, að óbreyttum aðstæðum „sta- tus quo“. Starfsskipulagið skal flokka í fjóra mismunandi þætti: 1. Innri byggingu almannavarna, stjórnunar- mál, skyldur og ábyrgð aðila ásamt al- mennri lýsingu á framkvæmdamáta. 2. Fjarskipta- og sambandsmál, viðvaranir og neyðarupplýsingar til almennings. 3. Verkaskiptingu stofnana, fyrirtækja og fé- lagasamtaka, ef til neyðar kernur, þannig að umræddir aðilar falli rétt að heildar- mynstri neyðarþjónustu án árekstra og hættu á lömun einstakra þátta. 4. Upplýsingalista yfir mannafla, tæki, bún- að og áhöld í umdæminu, er nýtileg eru við alhliða björgunar- og hjálparstörf, ásamt skýringu á, hvernig það verður virkjað. Neyðarskipulagið fjallai' aftur á móti um viðbrögð á hættunnar stund. Það höfðar til áður- nefnds starfsskipulags og þeirra hættusviða, sem hugsanlega geta komið upp í umdæminu. Skipu- lagið er þannig mótað, að við tiltekið hættu- ástand er hægt að virkja á stuttum tíma sam- verkandi björgunar- og hjálparstarf með því að fylgja minnislista („check list“), sem er sérstak- lega gerður með tilliti til viðkomandi hættu- sviðs. í viðkomandi minnislista er aðgerðum raðað upp í forgangsröð og nákvæmlega sagt, hver gerir hvað, hvar og hvenær, ef hættu ber að höndum. Einnig er fléttað inn í listann upp- lýsingum til hagræðis, ábendingum til öryggis o. fl., er að gagni mega koma fyrir yfirvöld sveitar- félagsins. Að lokuni er svo minnst á aukaverk- anir, er viðkomandi áfall getur haft í umdæm- inu, og hugsanlega þarf að bregða rétt við. Með þessu fyrirkomulagi er tryggt, að sveit- arfélag sé viðbúið að mæta áfalli án glundroða og með styrku varnarkerfi, miðað við eigin innri uppbyggingu. Að lokinni skipulagningu neyðarvarna, er eðlilegt framhald að kanna, hverjir eru veik- ustu hlekkir slíks skipulags, og út frá þeim má síðan byrja efnislega uppbyggingu með tilliti til fjárhags á hverjum tíma og með vakandi auga fyrir því, hvernig samræma megi styrkingu ein- stakra þátta eðlilegri uppbyggingu stofnana, sem sveitarfélagið rekur hvort eð er. Auk alhliða uppbyggingar á vörnum gegn vá er skylda almannavarnanefndanna að hafa yfirsýn yfir þær hættur, er hugsanlega gætu vald- ið neyð í viðkomandi umdæmi, og ýta á fyrir- byggjandi ráðstafanir til verndar. Sveitarfélögin og samtök þeirra Samkvæmt löguni urn almannavarnir er gert ráð fyrir, að framkvæmdir á almannavörnum séu í höndum sveitarfélaganna sjálfra. Hér vill því miður verða mikill misbrestur á, og má teljast furðulegt, að sveitarstjórnarmenn, sem ávallt vinna að bættara mannlífi innan sinna SVEITAUSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.