Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Qupperneq 17

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Qupperneq 17
Frá almannavarnaæfingu í Vík í Mýrdal, þar sem æfður var viðbún- aður gegn hugsanlegu Kötlugosi og afleiðingum þess. Ljósmyndin er tekin við sýslumannssetrið í Vík, og eru á henni félagsmenn í Björgunarsveitinni Víkverjum. Ljósmyndina tók greinarhöfundur. héraða, skuli sniðganga þann hluta ábyrgðar sinnar, er snertir öruggara mannlíf. Hvers virði er efnahagslegur uppgangur, fjölg- un íbúa og atvinnuöryggi, ef eitt lítið áfall frá náttúrunnar liendi getur þurrkað mannlíf og eignir út í einu vetfangi án nokkurra varna? Það hlýtur að vera ein höfuðskylda okkar að verjast, ef vá ber að dyrum, og hvernig vörnin til tekst, fer á allan hátt eftir því, liversu vel við höfum undirbúið varnarstarfið. Mun áfall í þínu sveitarfélagi skapa upplausn og glundroða, eða mun það tekið föstum tökum með samverkandi átaki allra aðila? Er þitt sveit- arfélag viðbúið vá? Sveitarstjórnarmenn og landshlutasamtök þeirra verða nú að taka þessi mál upp og hefjast handa um skipulagðar aðgerðir í öryggismálum. Látum skriðuföllin á Austurlandi í ágúst s.l., jarðskjálftana í Borgarfirði í vor og við Grinda- vík í fyrrahaust, að ógleymdu Vestmannaeyja- gosinu, vera næg varnaðarorð og vöknum til meðvitundar urn þá ábyrgð, sem á okkur hvílir. Almannavarnir ríkisins hafa unnið sleitulaust að áætlanagerð fyrir sveitarfélög frá árinu 1971, að frátöldum þeim tíma, er þær önnuðust stjórn aðgerða í Vestmannaeyjum. En fjárveitingar til almannavarna eru svo litlar, að um vanvirðu er að ræða gagnvart almenningi. Ibúar landsins hljóta að eiga þá kröfu á hendur fjárveitinga- valdinu, að störf í þágu öryggismála séu metin á meira en 6,4 milljónir króna, eða sem svarar andvirði einnar íbúðar í Reýkjavík. Sveitarfé- lögin hljóta jafnframt að gera þá kröfu, að varn- arráðstafanir þeirra séu metnar á meira en 1,5 milljónir króna fyrir allt landið, eða sem svarar til andvirðis eins bíls í dag. Nú hefur verið lokið við neyðaráætlanir fyrir Húsavíkurkaupstað, ísafjörð og Víkurumdæmi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á lokastig eru komnar áætlanir fyrir Reykja- víkurborg og Akureyri. Ennfremur er verið að vinna að neyðaráætlunum fyrir Hafnarfjörð og Garðahrepp sameiginlega, sveitarfélögin á Suð- urnesjum sameiginlega, Akraneskaupstað og V estmannaeyj ar. Þessar áætlanir hafa gengið mjög hægt, þar sem mannfæð og fjárskortur hafa lamað störf stofnunarinnar, og kemur það alvarlega niður á þeirn sveitarfélögum, sem hafa sýnt vilja í verki við að koma þessum málum í gott horf. Uppbygging öflugra varna gegn vá um allt land er mjög ódýr með þeirri nýju stefnu, sem fylgt hefur verið nú undanfarið, og krefst engr- ar aukinnar yfirbyggingar í ríkiskerfinu, en á- kveðið lágmark er þó nauðsynlegt. Eitt og hálft ár er liðið, frá því að þriðj ung- ur af einum blómlegasta kaupstað landsins eydd- ist í eldsumbrotum. Hvað höfum við langan tíma fram að næsta áfalli? Höfum við efni á að (Það skal tekið fram, að grein þessi var samin og afhent til birtingar, áður en snjóflóðið féll í Neskaupstað í desember. Ritstj.). n bíða? SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.