Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Qupperneq 18

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Qupperneq 18
ENGILBERT INGVARSSON, Snæfjallahreppi: EFLING STRJÁLBÝLIS- HREPPA Árið 1966 skipaði íélagsniálaráðherra nefnd til þess að endurskoða skiptingu landsins í sveitarfélög með það fyrir augum að sameina þau, einkum hin smærri. Nefndin skilaði skýrslu, sem síðan var birt sem fylgirit með Sveitarstjórn- armálum 1967. Þar eru birt álit sýslumanna o. fl. um málið. Allróttækar tillögur komu fram um samein- ingu og fækkun sveitarfélaganna. I seinni skýrslu nefndarinnar árið 1969 er landinu skipt í 66 athugunarsvæði, þ. e. hugsanleg sveitarfélög, í staðinn fyrir 227. Sums staðar var heilum sýslu- félögum ætlað að breytast í sveitarfélög með þorp eða kaupstaði sem kjarna byggðarinnar. Þessar tillögur fengu slæmar undirtektir og and- stöðu hjá flestum sveitarstjórnarmönnum. Sér- staka tortryggni vakti það í dreifbýlinu að sameina sveitahreppa þéttbýlisstöðum. Sveita- fólk óttaðist, að miðstjórnarvald kaupstaðanna yrði allsráðandi og sveitirnar yrðu afskiptar í sérmálum sínum og sveitarstjórnarmálum al- mennt. Eftir þær móttökur, sem sendimenn samein- ingarnefndarinnar fengu úti á landsbyggðinni, nrunu störf hennar hafa lognazt út al’. Lög um sameiningu sveitarfélaga voru sam- þykkt á Alþingi 30. apríl 1970. Með þeim er félagsmálaráðuneytinu ætlað að stuðla að efl- ingu sveitarfélaganna með sameiningu í sam- ráði við Samband íslenzkra sveitarfélaga. Fé- lagsmálaráðuneytinu ber samkvæmt lögunum að vera til aðstoðar og fyrirgreiðslu og eiga frumkvæði um athugun á sameiningu. Ráðu- neytið getur ákveðið, að Jöfnunarsjóður sveitar- félaga veiti fjárhagslega aðstoð í vissum til- vikum. Starfhæfari hagsmunaheildir Víða á landinu em hreppar nægjanlega fjöl- mennir til að standa undir sveitarstjórnarkostn- aði og þörfum íbúanna. Lágmark er þó, að sveitarfélag liafi um 300 íbúa, ef samgöngur og landfræðileg aðstaða leyfir. Það er augljóst mál, að engin ástæða er til að sameina sveitarfélög aðeins til þess að stækka þau sem rnest og fjölga íbúum. Það kemur aðeins til greina, verði hið nýja sveitarfélag starfhæfari hagsmunaheild en sú eldri og veiti íbúunum betri þjónustu og lífs- skilyrði. Nú er því slegið föstu, að almenningur vilji sem bezta þjónustu frá hendi sveitarstjórnar og ætlist til þess, að tekjustofnar séu nýttir í því skyni. Hreppsnefnd liafi fjárhagslega getu til sameiginlegra verkefna í þjónustugreinum og nýti ýmsa möguleika, sem jafnan bjóðast, með SVEITARSTJÓRNAUMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.