Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Side 31

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Side 31
valdsins á einn stað sé ekki æskilegur, og nauð- synlegt sé, að dreifa valdinu meira og auka á þann hátt vald sveitarfélaganna eða hinna ýmsu landshluta. Á síðustu árum liafa því komið upp hug- myndir um nýja umdæmaskiptingu, annarsvegar stækkun hreppa með sameiningu þeirra og hins vegar myndun landshlutasamtaka á vegum sveit- arfélaganna. Einnig eru uppi hugmyndir um gleggri verkaskiptingu á milli ríkisins og sveit- arfélaganna. Viðleitni til að efla sveitarfélögin Það verður naumast sagt, að löggjafinn liafi tekið það tillit til hinna nýju viðhorfa í sveit- arstjórnarmálum, sem gera hefði mátt ráð fyrir. En hér hafa verið mörg ljón á veginum. Nefnd sú, sem undirbjó núgildandi sveitar- stjórnarlög nr. 58 frá 1961, ræddi ítarlega þá hugmynd að stækka sveitarfélögin verulega og fækka þeim. Um þetta segir svo í atliugasemdum nefndarinnar með frumvarpinu. „Eitt veigamesta grundvallaratriði, sem gera verður grein fyrir við endurskoðun sveitarstjórnarlaga, er það, hvort breyta skuli mörkum sveitarfélaganna. Kemur þá einkum til atliugunar, hvort eigi sé rétt að stækka sveitarfélögin og fækka þeim. Mörg rök má leiða að því, að slík grundvallarbreyting sé æskileg. Með bættum samgöngum og hinni miklu útbreiðslu talsímans ætti að vera auðvelt að stækka sveitarfélögin. Eins og þessum málum er nú víða háttað, er áreiðanlega auðveldara fyrir eina sveitarstjórn að annast innheimtu og önnur sveitarstjórnarmál í tveimur eða fleiri hreppum, þar sem staðhættir leyfa, en áður var í einum hreppi. Af þessum sökum væri vissulega auðvelt að sameina ýmsa hreppa. Þá er jjað mikill kost- ur við stærri sveitarfélögin, að þau mundu reyn- ast mun sterkari í sókn og vörn í málefnum sveitarfélagsins". Nefndin ritaði öllum sveitarstjórnum og lagði fyrir þær ýmsar spurningar.' 168 sveitarstjórnir svöruðu. „Spurningunni um stækkun sveitarfélaganna svöruðu sveitarstjórnirnar þannig: Nei sögðu 100, já sögðu 39 og 29 svöruðu ekki eða óljóst. Þrátt fyrir ýmsar ástæður, sem mæla mjög sterklega með stækkun sveitarfélaganna, taldi nefndin ekki fært að leggja til, að slíkar grund- vallarbreytingar yrðu gerðar gegn vilja flestra sveitarstjórna í landinu". Þetta lagafrumvarp nefndarinnar var síðan samþykkt á Alþingi með óverulegum breyting- um. Varð nú við svo búið að standa um skeið. En mál jjetta var þó jafnan á dagskrá fulltrúa- ráðsfunda Sambands íslenzkra sveitarfélaga næstu árin. Enn fremur var jjar rætt um að mynda stærri yfirumdæmi en sýslurnar eru nú. Við borðið næst sitja Halldór Magnússon, oddviti Súðavíkurhrepps; Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvik, og lengst til hægri Ólafur Sigfússon, oddviti Hvolhrepps. Fjær sjást m. a. talið frá vinstri: Guðmundur Karl Jónsson í félagsmálaráðuneytinu; Bjarni Þórðarson, bæjarfulltrúi í Neskaupstað; Jón Gauti Jónsson, sveitar- stjóri á Hellu; Halldór Benediktsson, oddviti Seyluhrepps; Vern- harður Sigurgrímsson, oddvití á Stokkseyri, og bak við hann Stefán Guðmundsson, oddviti Hraungerðishrepps; Ásmundur Eiriks- son, oddviti, Grímsnesi; Bjarni Jónsson, oddviti Helgafellssveitar; Ragnar Jónsson í Þingvallasveít; Ársæll Hannesson, oddviti Grafn- ingshrepps og Sigurður Helgason, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Samkvæmt áskorun fulltrúaráðsins á fundi sínum árið 1966 skipaði félagsmálaráðherra nefnd hinn 27. mai 1966 til jress að endurskoða skiptingu landsins í sveitarfélög með Jiað fyrir augum að sameina sveitarfélögin, einkum liin smærri þeirra og stækka jsau þannig. Þá var nefndinni enn fremur falið að athuga, hvort ekki væri rétt að breyta sýsluskipaninni með jjað fyrir augum að taka upp stærri lögbundin sambönd sveitarfélaga en sýslufélögin eru nú. Nefnd ]>essi samdi frumvarp til laga um sam- einingu sveitarfélaga. Afgreiddi nefndin frum- 25 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.