Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Qupperneq 36

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Qupperneq 36
GERÐ FJARHAGSAÆTLUNAR ER MIKILSVERÐASTA ÁKVÖRÐUN HVERRAR SVEITARSTJÓRNAR Frá ráðstefnu um fjármálastjórn sveitarfélaga 13. og 14. nóvember 1974. „Samþykkt fjárhagsáætlunar er mikilsverðasta ákvörðun hverrar sveitarstjórnar á starfsárinu, því þá er i'tkveðið, hvernig tekna skuli aflað og hvernig þeim skuli varið.“ Eitthvað á þessa leið mælti Jón G. Tómas- son, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, í framsögu- erindi á ráðstefnunni um fjármálastjórn sveitarfélaga, sem haldin var að Hótel Sögu í Reykjavík 13. og 14. nóvember. í þessum orðum er ef til vill fólgin helzta niðurstaða ráðstefnunnar, ef um slíkt væri að ræða, jtví áður var reyndar vitað, hversu mikilvægt [tað er hverri sveitarstjórn að vanda vel til fjárhagsáætlunar, enda má hiklaust telja það eina meginforsendu fyrir góðri fjármálastjórn, að þeir, sent stjórna eiga sveitar- félaginu, geri sér sem bezta grein fyrir því við upp- haf hvers fjárliagsárs, hve rnikið starfsfé þeir liafa undir höndum á árinu og hvernig því verði skynsam- legast varið. 120 þátttakendur Um 120 manns sátu ráðstefnu þessa. Voru það full- trúar flestra þéttbýlisstaða á landinu og allmargra strjálbýlishreppa, og voru fjármál sveitarfélaga rædd rnjög rækilega. Páll Líndal, formaður sambandsins, setti ráðstefn- una, en síðan flutti Hallgrímur Dalberg, ráðuneytis- Jón G. Tómasson i ræSustóIi, og meö honum á myndinnl Hallgrimur Dalberg, ráSuneytisstjóri i félagsmálaráSuneytinu. Á stærrl mynd- Inni sjást m. a. taliS frá vinstri: Karl Karlsson, Þorlákshöfn, fremst; Hilmar Pétursson, Keflavik; Tómas Tómasson, Keflavfk; Valur Odd- steinsson, Skaftártunguhreppi; Steinþór Ingvarsson, Gnúpverjahreppi; Halldór Jónsson, SvarfaSardalshreppi; Sigfinnur SigurSsson; Magn- ús GuSmannsson, NjarSvikurhreppi, viS borSIS; Daníel GuSmundsson, Hrunamannahreppi; Erlendur Hálfdánarson, Selfossi; Eirikur Alex- andersson, Grindavik; Kristinn Jónsson, Fljótshlíðarhreppi; Eriendur Árnason, A-Landeyjahreppi; Jóhann H. Jónsson, Kópavogi; Finn- bogi Björnsson, GerSahreppi, og fremst vlS borðið Björgvin Sæmundsson, Kópavogi. Aftan viS hann eru Albert K. Sanders, NjarSvikur- hreppi; HörSur Þórhallsson, ReyðarfirSi; Hafstelnn Kristinsson og SigurSur Pálsson úr HveragerSi; Jón GuSI. Magnússon, Kópavogi; Magnús Reynir GuSmundsson, isafirði og Valgarður Baldvlnsson, bæjarritari á Akureyri, fremst á myndinni lengst til hægri. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.