Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Qupperneq 38

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Qupperneq 38
2. Fjármögnun gatnagerðar í þéltbýli, tillaga að samþykkt unt gatnagerðargjöld, lóðarleigur. 3. Vatnsskattur, holræsagjöld, aðrar gjaldskrár. 4. Fjármál hitaveitna og gjaldskrár. 5. Lánsfjármál sveitarfélaga. fi. Fjármál strjálbýlishreppa. Samskipti sveitarstjórna við fjárveitinganefnd Að morgni síðari ráðstefnudagsins kom fjárveitinga- nefnd Alþingis á ráðstefnuna og formaður hennar, Jón Árnason, flutti erindi um samskipti nefndarinnar við sveitarstjórnir. Jón taldi mjög mikilsvert að hafa fengið tækifæri til að ræða við sveitarstjórnarmenn um þetta efni og mæltist mjög eindregið til þess, að tekin yrðu upp ný vinnubrögð í þeim samskiptum. Taldi hann lieppi- legt, að haldnir yrðu árlega fundir með undirnefnd fjárveitinganefndar og einstökum sveitarstjórnum, þar sem fjallað væri um fjárþarfir sveitarfélaganna. „Allt of margar sveitarstjórnir sækja um alltof margar fjárveitingar á sama tíma,“ sagði Jón, og lagði áherzlu á, að sveitarstjórnir hefðu færri framkvæmdir í gangi í einu til þess að stuðla að örari byggingarhraða og betri nýtingu framkvæmdafjárins. „Það er sannfæring mín,“ sagði formaður fjárveitinganefndar, „að hér þurfi að verða breyting á, og sú breyting myndi ekki bitna á þeim sveitarfélögum, sem sýna slíka fyrir- hyggju í verki, heldur þvert á móti myndu slík sveit- arfélög fá forgang með meiri fjárveitingum en ella. Verum samtaka um, að koma á nýjum vinnubrögðum í Jtessum efnum," sagði Jón Árnason að lokum. Fyrirmynd að fjárhagsáætlun Þórir Einarsson, prófessor, flutti eftir hádegið er- indi um stjórnun í opinberum rekstri, fyrirheit og framkvæmd, og Guðmundur Magnússon, prófessor, fjallaði um fasteignamat sem grundvöll sveitarsjóðs- gjalda. Báðir eru þeir prófessorar í Viðskiptadeild Háskóla íslands og fjölluðu um málin út frá nýjum sjónarmiðum. Loks kynnti Helgi V. Jónsson, borgarendurskoð- andi, starf bókhaldsnefndar sambandsins. Lagði hann fram fyrirmynd að eyðublaði undir fjárhagsáætlun sveitarfélags. Einnig fjallaði hann um tillögu nefnd- arinnar að samræmdum bókltaldslykli fyrir sveitarfé- lög, sem nefndin lagði frani á landsþingi sambandsins í september. Auk Helga V. Jónssonar voru þeir Hún- bogi Þorsteinsson og Guðmundur Erlendsson, endur- skoðandi, viðstaddir umræðurnar um þetta málefni. Ábendingar til stjórnar sambandsins Eftir kaffihlé síðari dag ráðstefnunnar fóru fram almennar umræður um efni ráðstefnunnar. Þar tóku margir til máls og bornar voru fram tillögur í álykt- unarformi, sem vísað var til stjórnar sambandsins. Sú er venjan, að ráðstefnur sem þessar geri ekki form- legar ályktanir, heldur séu tillögur, sem fram eru bornar, skoðaðar sem ábendingar til stjórnar sam- bandsins. Eftirfarandi tillögum, sem fram komu á ráðstefn- unni, var þannig vísað til stjórnar sambandsins: Á myndlnni eru m. a. tallS frá vlnstrl: Svanur Kristjánsson í Þorlákshöfn; Jón lllugason I Skútustaðahreppi; Þórður Skúlason, Hvammstanga; Jóhann Einvarðsson, Tómas Tómasson, Ketlavik; Valdimar Óskarsson; Hilmar Pétursson, Keflavik; Valur G. Oddsteinsson; Haukur Ól- afsson, Neskaupstað og Karl Karlsson, Þorlákhöfn fremst I hægra horninu. Þórlr Einarsson, prófessor I ræðustóli. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.