Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Qupperneq 52

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Qupperneq 52
og Njörður ÁR 9. Hinir bátanir eru flestir um 50 lestir að stærð. Sex þessara báta eru í sameign Hrað- frystihúss Stokkseyrar hf. og ein- staklinga á staðnum. Góður rekstur frystihúss Hraðfrystihús Stokkseyrar h.f. er hlutafélag í eigu Stokkseyrarhrepps við 4/5 hlutum, en einstaklinga að 1 /5 hluta. Rekstur hússins hef- ur gengið mjög vel á síðari árum, og á fyrri hluta þessa árs. Á árun- um 1972—1973 var reistur við það stór frystiklefi og ísgerð, og í ár er verið að reisa sal yfir fiskvinnslu- vélar og kælda geymslu. Á efri hæð nýbyggingarinnar verður mötuneyti starfsfólks og verbúðir ætlaðar aðkomumönnum. Nýtt skrifstofuhúsnæði verður einnig í nýbyggingunni. Eftir þessa stækkun, sem er um 700 ferm. að stærð, eru húsakynni frystihússins um 3500 m2 eða um 26 000 m3, en að auki er salthús rúml. 2000 m2 og fiskimjölsverk- smiðja um 1000 m2 að stærð. Góð afkoma rafveitu hreppsins Hreppurinn rekur Rafveitu Stokkseyrar sem sjálfstætt fyrir- tæki, en náið samstarf er á milli rafveitnanna á Stokkseyri, Eyrar- bakka, í Hveragerði og á Selfossi, að því er snertir bókhald, efnis- kaup og fleira. Rafveitan er tneð betri fyrirtækjum hreppsins og er rekin með hagnaði. Hitaveita í bígerð er að leggja liitaveitu frá Laugardælum við Selfoss til Eyr- arbakka og Stokksevrar. Þetta er 14 km vegalengd eða ámóta langt og frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykjavíkur. Nægilegt vatnsmagn SVEITARSTJÓRNARMÁL er í Laugardælum, og er því jafn- að saman við vatnsmagnið, sem fæst að Reykjum í Mosfellssveit. Áætlaður kostnaður við lagn- ingu liitaveitu frá Laugardælum til Eyrarbakka og Stokkseyrar er um 100 milljónir króna, og er þá með- talið dreifikerfi í bæði kauptúnin. 1 hreppum þessum eru nú 1119 íbúar, 563 í Stokkseyrarhreppi og 556 á Eyrarbakka; og fjölgar í báð- um hreppunum. VernharSur Sigurgrímsson í Holti, oddviti Stokkseyrarhrepps. Nýr vegur um þorpið Nýr vegur hefur á síðari árum verið lagður gegnuni þorpið og undirstaða hans við jrað miðuð, að á liann verði sett slitlag úr varan- legu efni. Hefur þéttbýlisfé hrepps- ins um hríð farið í þessa vegargerð. Einnig var vegurinn að jiorpinu byggður upp með sama hætti á löngum kafla. Hvoru tveggja er gert samkvæmt nýju skipulagi. Skólahúsið endurbætt Skólahúsið á Stokkseyri hefur verið endurbætt á tveimur seinustu árum, cn núverandi skólahús var tekið í notkun árið 1950. Allt til þess tíma hafði verið kennt í skóla- húsinu, sem byggt var árið 1909. Bætt hefur verið við tveimur kennslustofum, þannig að Jtær eru nú samtals 5. En héraðslæknirinn, sem hafði aðsetur í skólahúsinu, fékk annað húsnæði, og losnaði við Jtað rúm undir kennslustofur. Árið 1909, hófst farkennsla í Stokkseyrarhreppi, og var kennt á ýmsum bæjum í sveitinni, t. d. í Holti á árunum 1909—1915, en sveitabýlin, er ekki voru talin geta sent börn sín í skólann á Stokks- eyri, sökunt vegalengdar, mynduðu með sér fræðsluhérað, eins og gert var ráð lyrir í fræðslulögunum frá 1907. Farkennslu var Jiannig hald- ið uppi í hreppnum samhliða kennslu á Stokkseyri allt til ársins 1944. Allmargir sveitabæir eru í Stokkseyrarhreppi, Jjar á meðal má telja barnaheimilið að Kumbara- vogi, en nú stunda 14 börn Jiaðan nám í barnaskólanum á Stokks- eyri. Barnaheimilið í Kumbara- vogi er rekið af einstaklingi. Húsa- kynni þar hafa nú verið aukin, og er ráðgert að reka þar dvalarheim- ili fyrir aldraða í tengslum við barnaheimilið. Barna- og unglingaskóli Stokks- eyrar var stofnaður árið 1878, og verður því 100 ára eftir fjögur ár. Rjómabúið á Baugsstöðum gert að byggðasafni Um aldamótin voru stofnuð fyrstu smjörbúin hér á landi. sem störfuðu til loka heimsstyrjaldar- innar 1914—1918, en lögðust öll niður á þeim árum. Hið fyrsta Jjeirra var stofnað á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi árið 1901, en Baugsstaðabúið í Stokkseyrarhreppi var einnig meðal þeirra, sem fyrst tóku til starfa, og það búið, er seinast lagðist niður. Stokkseyrar- hrep p ur, Gaul ver j abæ j arhrepp ur og Villingaholtshreppur tóku sig

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.