Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Side 53

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Side 53
s^olckse^^ Veggskjöldur, sem Stelán Árnason á SySrl-Reykjum hefur gert, á aö minna á ýmsa þætti í sögu og atvinnuháttum Stokkseyrar. I miöju er Knarrarósviti, efst verbúð Þuríðar for- manns, sem varðveitt er i miðju þorpinu, klyfjahestur með þorskhausa og rjómabúið að Baugsstöðum vinstra megin, en Stokkseyrarkirkja og samkomuhúsið Gimli hægra megln. Neðst er róðraskip, teinæringur, eins og þau tíðkuðust um aldamótin. saman fyrir nokkrum árum um aS koma rjómabúinu á Baugsstöðum í upphaflegt horf. Vélabúnaður var gerður upp, húsið lagfært og allur búnaður þess settur í það horf, sem var, meðan búið var starfrækt. Verður rjómabúið varðveitt og haft til sýnis sem minnisvarði um þenn- an merka þátt í atvinnusögu þjóð- arinnar. Hrepparnir liafa átt góða sam- vinnu við þjóðminjavörð um þetta verkefni og notið til þess stuðnings ríkissjóðs, Arnessýslu og Búnaðar- sambands Suðurlands. Smjörbúin munu flest hafa orðið 34 árið 1906 og voru þá framleidd 127,5 tonn af smjöri, en árið 1912 kemst framleiðslan upp í 184,5 tonn frá 31 búi. Af þessu magni voru flutt út 177 tonn. Það var einkum sauðarjómi, sem unninn var í smjörbúunum, og átti það sinn þátt í að rjómabúin lögðust niður, að hælt var að færa frá Myndastytta af Páli ísólfssyni í tilefni af áttræðisafmæli Páls Isólfssonar á seinasta ári lét hreppsnefndin gera brjóstmynd af tónskáldinu, og var styttan sett upp nú í liaust við sumarhús það, er Stokkseyringar heima og heiman gáfu Páli árið 1954. Húsið kenndi Páll við hús föður síns á Stokks- eyri og kallaði ísólfsskála, og þar bjó hann löngum á sumrum á sjáv- arbakkanum skammt frá Stokks- eyrarfjörunni. Tónlistarsaga í rétta öld Fyrir einni old gerðist atburður sem tengja má langa sögu tónlistar á Stokkseyri og á landinu öllu, en þá, árið 1874, kom fyrsta orgelið í kirkju austanfjalls, í Arnarbælis- kirkju í Ölfusi. Vakti það mikla at- hygli, og voru upp úr því hafin samskot til kaupa á orgeli í Stokks- eyrarkirkju. Jafnframt var þess getið, er samskotin hófust, að ung- frú Sylvia Thorgrímsen á Evrar- bakka hefði boðizt til að kenna ungum manni Jtar í sókninni á org- elið og skyldi kennslan vera ókeyp- is. Þessi ungi maður var Bjarni Pálsson í Götu, og gekk hann tvisv- ar á viku út á Eyrarbakka um vet- urinn til náms og æfinga. Nýja org- elið í Stokkseyrarkirkju var síðan vígt á hvítasunnudag 1876, og ekki leið á löngu, að Bjarni gerðist brautrvðjandi um söngmennt á Suðurlandi. Þannig voru 11 ungir menn úr Hreppum og Biskups- tungum hjá honum veturinn 1885 — 1886, og kenndi hann þeim að syngja lögin við sálmana í nýju sálmabókinni, sem þá var að koma út. Þeir bræður fjórir, Bjarni, Jón, Isólfur og Gísli, voru síðan organ- istar við Stokkseyrarkirkju sam- fleytt til ársins 1943, og tók þá dóttir Gísla við af föður sínum látnum, en af henni tók við organ- leikarastarfinu Pálmar Þ. Eyjólfs- son, sem er systkinabarn við dr. Pál Isólfsson, og hefur hann gegnt starfinu til Jtessa dags. Nýkomin er út hljómplata, þar sem Arnesingakórinn í Reykjavík syngur eingöngu lög eftir Arnes- inga, og er þar drjúgur hlutur Jteirra Stokkseyringa, sem hér hef- ur verið getið. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.