Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Page 4

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Page 4
TILLOGUR SAMBANDSINS UM BREYTINGAR Á STJÓRNARSKRÁNNI Hinn 18. maí 1972 samþykkti Alþingi þings- ályktunartillögu um skipun 7 manna nefndar til að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar. í þessari þingsályktun segir meðal annars: „Nefndinni ber að leita álits sýslunefnda og' bæjarstjórna, landslilutasambanda sveitarfélaga og landssambanda stéttarfélaga. Hún skal leita álits lagadeildar Háskóla Is- lands og Hæstaréttar um lögfræðileg efni. Með opinberri tilkynningu skal Jjeim, sem þess kynnu að óska, gefinn kostur á að koma á fram- færi við nefndina skriflegum og skriflega rök- studdum breytingartillögum við núgildandi stjórnarskrá fyrir þann tíma, sem nefndin til- tekur.“ Með bréfi 8. júlí 1974 leitaði stjórnarskrár- nefnd Alþingis eftir áliti stjórnar sambandsins samkvæmt framansögðu og tillagna um breyt- ingar á stjórnarskránni. Erindi þetta var lagt fyrir landsþing sambands- ins í byrjun september, og kaus það fimm manna nefnd til þess að gera tillögu að áliti sambandsins um málið. Nefnd þessi lauk starfi sínu í lok janúarmán- aðar. Stjórn sambandsins hefur síðan fjallað um álit nefndarinnar á tveimur fundum og hefur nú einróma ákveðið að gera álit nefndarinnar að sínu. Álit nefndarinnar fer hér á eftir: „Á landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfé- laga voru undirrituð kjörin í nefnd til að gera tillögur til stjórnar sambandsins að áliti um breylingar á stjórnarskránni. Nefndin lítur svo á, að verksvið hennar tak- markist við stjórnarskrárákvæði, sem beinlínis lúta að málefnum sveitaríélaga, eða telja verður sérstaklega tengd hagsmunum þeirra. Nefndin er þeirrar skoðunar, — aö rétt sé, að í stjórnarskránni verði ákvæði um, að ríkið skiptist í sveitarfélög, að ekki sé æskilegt, að sett verði ítarleg stjórnar- skrárákvæði um málefni sveitarfélaga, stjórn- unarlegt skipulag þeirra, verksvið, staðar- mörk eða samtök, að eðlilegt sé að marka þá grundvallarreglu, að sveitarfélög séu háð yfirstjórn ríkisvaldsins, en hins vegar beri að setja ákvæði, er tryggi sveitarfélögum sjálf- stæði og fjárhagslegt sjálfsforræði í málum, sem þau annast að öllu eða mestu leyti. Þá vill nefndin lýsa þeirri skoðun sinni, að við eignarnám eigi að meta sanngjarnar bætur, er miðist við raunveruleg eða eðlileg not eignar, þegar til eignarnáms kennir, en ekki við verð- breytingar, sem leiða af framkvæmdum samfé- lagsins eða fyrirhuguðum notum og eru ástæður til eignarnámstöku. Er því bent á, að niðurlags- ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar verði endur- skoðuð með þetta sjónarmið í huga. Þannig samþykkt 29. 1. 1975 Jón G. Tómasson Adda Bdra Sigfúsdóttir Húnbogi Þorsteinsson Eggert Haukdal JÓ7i Isberg SVEITARSTJ ÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.