Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Page 15

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Page 15
GUTTORMUR SIGBJARNARSON, forstöðumaður Jarðkönnunardeildar Orkustofnunar: VATNSVANDAMÁL ÞÉTTBÝLIS Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um neyzluvatnsvandamál, vatnsmengun og með- ferð affallsvatns frá þéttbýlissvæðum. Þetta eru tiltölulega ný vandamál fyrir megin hluta mannkynsins, þó að þau hafi að vísu alltaf verið til í litlum mæli, en tæknivæðing og þétt- býlismyndun iðnaðarþjóðfélagsins hafa magn- að þau upp, svo að þau eru nú meðal erfið- ustu viðfangsefna hins þróaða hluta heimsins. Neyzluvatnsþörfin til heimilisrekstrar og livers konar iðnaðar hefur margfaldazt á fáeinum árum og þá um leið magn affallsvatnsins. Við hér á fslandi förum ekki varhluta af þessum vanda- málum, þrátt fyrir fámennið. Við höfum reynt að fræðast um þessi mál og bregðast við þeim á raunhæfan hátt, þó að við stöndum þar vissu- lega á byrjunarstigi. f því sambandi er vert að minnast hér liins myndarlega frumkvæðis Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga með ráðstefnu sinni um umhverfisvernd 18.—20. febrúar 1971, þar sem neyzluvandamálin bar mjög á góma. Með þessari ráðstefnu um vatn sýnir stjórn sambandsins það aftur áþreifanlega í verki, að hún fylgist vel með þróun mála, enda eiga mörg, ef ekki vel flest sveitarfélög, við einhver slík viðfangsefni að stríða. Það er því mikil þörf fyrir sveitarstjórnarmenn að afla sér þekk- ingar og skiptast á skoðunum um þessi mál. í þessu stutta erindi rninu langar mig til að reyna að gera stutta úttekt á þessum vanda- málum, eðli þeirra og afleiðingum. Hér gefst þó ekki tími til að fara út í einstök vandamál, sem við er að stríða á mismunandi stöðum hér á landi. Að lokum ætla ég að gera stutta grein fyrir starfsemi og rannsóknarmöguleikum Jarð- könnunardeildar Orkustofnunar. Á undanförnum áratugum hefur vaxið upp al- veg ný fræðigrein innan hinnar almennu vatna- fræði, og hefur hún verið nefnd „Urban hydro- logy“, sem þýða má með orðunum „vatnafræði þéttbýlisins". Hún fjallar um öll þau vatns- Guttormur Sigbjarnarson flytur erindi á ráðstefnunni. Aðrir á mynd- inni eru Þóroddur Th. Sigurðsson og Magnús E. Guðjónsson. málefni, sem fram koma vegna uppbyggingar þéttbýlisins og þær breytingar, sem hún liefur á hina náttúrlegu hringrás vatnsins. Hún var eitt aðalviðfangsefni norræna vatnafræðiþings- ins í Stokkhólmi árið 1970, sem sóttu um 400 manns. Auk þess hafa fjölmargar fjölþjóðlegar ráðstefnur verið haldnar undanfarin ár, þar sem einvörðungu hefur verið fjallað um þessi mál. Erlendis eru þessi vandamál vissulega miklu stærri í sniðum heldur en hér heima. Eðli þeirra SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.