Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Síða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Síða 25
Heilbrigðiseftirlit ríkisins hug á, að slíkri lög- gjöf yrði komið á. Heilbrigðiseftirlit með drykkjarvatni Það liefur aðeins verið drepið á nokkra þætti heilbrigðiseftirlits með drykkjarvatni, en hér skal nú nokkuð nánar ræða um það. Það má að vísu segja, að baðvatn bæði x sjó, vötnum eða sund- laugum sé mjög skylt neyzluvatni, og um það gilda að sjálfsögðu ákveðnar í'eglur, en ég mun þó ekki fara út í það hér. Klárhreinsun. Eins og kunnugt ei', er sundlaugarvatn alls stað- ar klórhreinsað, en klórhreinsun hefur hvergi verið tekin upp á neyzluvatni og aðrar hreins- unaraðferðir hafa heldur ekki verið viðhafðai', nema beinlínis í sambandi við þvottavatn í kjöt- og fiskiðnaði. Ef hægt er að komast hjá klórhreinsun, þá er það að sjálfsögðu rnikill kostui', einkum vegna þess, að Jxá fær rnaður bragðbetra vatn, og all- mikill kostaðarauki er við klórhi'einsun. Þess vegna verður að leggja allt kapp á það, að vatns- ból verði þannig byggð og staðsett, þar sem minnst hætta geti stafað af nærliggjandi skólpi og sorphaugum og öðrum mengunarvöldum, en síðast en ekki sízt þarf, þegar verið er að skipu- leggja nýja byggðarkjarna, að hafa það mjög ákveðið í liuga, hvernig vatnsöflun verður, hvernig vatnslagnir koma til að liggja í hverf- inu, hvernig skólplagnir eiga að liggja í hverfinu og Jxað Jxarf að byrja á að skipuleggja Jrað, áður en götur eru teiknaðar og áður en farið er að teikna hús við göturnar, en á slíku vill verða mikill misbrestur hér á landi, einkum úti á lands- byggðinni. Hér koma síðan ákvæði heilbrigðisreglugerða um eftirlit með vatni: Auk þess, sem um getur í III. kafla heilbrigðisreglugerðai', sem hér fylgir með fjöliituð, þá er á nokkrum öðrum stöðum í heilbrigðisreglugerðinni tekin afstaða til hugs- anlegrar mengunar á vatni frá skólpi, sorphaug- um, gripahúsum og ekki sízt olíugeymum, stórum og smáum, sbi'. 95. gr. I, 2 og 3: 95.1: Olíugeymar við hús skulu þannig gerðir og staðsettir, að ekki valdi hættu, óþrifnaði eða náttúruspjöllum. 95.2: Olíugeymar skulu gerðir úr varanlegu efni og þannig staðsettir, að ekki geti runnið frá Jreim í vatnsból, fjær eða nær. 95.3: Olíugeyma má ekki grafa niður, nema þeir séu settir í olíuheldar, steinsteyptar þrær. Það má segja, að eitt stærsta viðfangsefni, sem við höfum nú við að glíma, sé að vernda vatn gegn olíumengun, en um J>að eru aðeins fáar og frekar óljósar gieinar, almennt orðaðar, í nú- gildandi Jieilbi'igðisreglugeið. Okkur vantar sérstaka reglugerð eða jafnvel ný lög um allan frágang á olíugeymum við hús og annars staðar, svo og um aðra meðferð olíu, Nýir möguleikar, áður óþekktir, til flutnings á neyzluvatni f ntrjál- býli hafa opnazt með tilkomu plastpipnanna, sem framleiddar eru á Vinnuheimilinu að Reykjalundi. Jón Þórðarson, framleiðslustjóri, íók þessa Ijósmynd, þegar lögð var vatnsveita á hvert býli í Austur- Landeyjahreppi fyrir nokkrum árum og sýnir hún, hvernig lögnin er plægð niður í jörðina. er taka af öll tvímæli í Jxví efni, og geri heil- brigðisnefndum kleift að fylgja fram sjálfsögð- um varúðarráðstöfuirum á Jrví sviði. Nágrannaþjóðir hafa nýlega sett lög og reglur um Jxessi mál og ]>ar mun víðast livar vera skyld- ugt að taka upp olíugeyma, sem hafa legið í mold eða öðrurn jarðvegi í 20 ár. Reynslan hefur þegar sýnt okkur, að við megum ekki taka léttar á Jiessum málurn en annars staðar er gert. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.