Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Qupperneq 56

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Qupperneq 56
Grímseyjar-björninn er merkastur safngripa í nátt- úrugripasafninu, en hann var felldur í Grímsey 22. janúar 1969, karldýr 370 kg að þyngd og er með stærstu bjarndýrum, sem felld hafa verið. Með bjarndýrinu á myndinni er Björn Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri, en hann var bæjarstjóri Húsavíkur- kaupstaðar, þegar safnið festi kaup á bjarndýrinu. Ljósmyndina tók Vigfús Sigurgeirsson, þegar bjarn- dýrið var til sýnis í Reykjavík fyrir nokkrum árum. framlagi, sem greiðast mætti með jöfnum af- borgunum á 5 árum. 141 liafa gerzt stofnaðilar og sumir greitt tvöfalt gjald. Þess eru dæmi, að hjón liafa gerzt stofnaðilar ásamt öllum börn- um sínum. Auk þess liafa húsinu borizt stórgjafir frá áhugamönnum um menningarmál héraðsins, að- allega frá brottfluttum Þingeyingum. Þrír ein- staklingar gáfu kr. 100.000,00 hver. Einn gaf kr. 300.000,00, og nokkru seinna gaf sá hinn sami stofnuninni húseign í Reykjavík, sem er að brunabótamati kr. 3.000.008,00. Minningargjöf barst að fjárhæð liðug hálf milljón. Þingeyinga- félagið gaf kr. 50.000,00. Þar að auki hafa menn arfleitt stolnunina að miklum verðmætum. Þingeysk kona á Akureyri arfleiddi stofnunina að íbúð sinni. Síðan hafizt var handa um byggingu safnahúss- ins, hafa margir gefið muni til safnanna, sem ella hefðu lent hjá öðrurn söfnum, einstakling- um eða jafnvel farið forgörðum. Áhugi fyrir velferð heimahéraðs, sem komið hefir í ljós í sambandi við stofnun safnanna og byggingu safnahússins, er mjög lofsverður og 102 sýnir nauðsyn þess, að stjórnvöld beiti sér fyrir framkvæmdum, sem almennur áhugi er fyrir og margir sameinast um að styrkja. Samvinna sýslunnar og kaupstaðarins hefir verið góð og sannað nauðsyn þessa, að samstarf haldist innan héraðs á ýmsum sviðum, þótt kauptúnshreppur fái kaupstaðarréttindi. Athugandi er fyrir félagsmálaráðuneytið og löggjafarvaldið að finna leið til áframhaldandi skyldusamstarfs sýslu og bæjarfélaga, sem stofn- uð eru innan sýslu. Það eru oftast fjölmennustu hrepparnir, sem þannig er kippt úr samstarfi innan héraðs, til tjóns fyrir heildina og oft vafa- sams ávinnings fyrir hin smáu nýju bæjarfélög. Samvinna þyrfti að haldast, að minnsta kosti um atvinnumál, samgöngumál, þar á meðal hafnir, vegi og ílugvelli — og menningarmál. Það er skaðlegt fyrir héruðin að rýra frarn- kvæmdagetu sýslufélaganna. Efling þeirra er landinu gagnleg og nauðsynlegri en sameining lireppsfélaga. — SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.