Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Síða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Síða 4
SVEITAFtSTJORIMIR OG MEIMNINGARMÁL Tuttugasta og fimmta ráðstefna Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga var haldin í Reykjavík dag- ana 6.-8. apríl. Voru þá liðin rétt 10 ár frá því að sambandið hóf ráðstefnuhald sem fastan þátt í starfsemi sinni um mánaðamótin marz-apríl ár- ið 1965, og hinn 11. júní s.l. voru 30 ár liðin frá stofnim sambandsins árið 1945. Ákveðið var að helga ráðstefnu þessa menn- ingarmálum og ræða sérstaklega um hlutverk og skyldur sveitarstjórna við þann málaflokk. í april- rnánuði átti Þjóðleikhúsið 25 ára starfsafmæli og minntist þess með ýmsum hætti. Þótti vel við liæfi að koma á sameiginlegri leikhúsför sveitar- stjórnarmanna að þessu tilefni og tengja hana setningarathöfn ráðstefnunnar. Varð hún með nokkru meiri viðliöfn heldur en endranær á ráð- stefnum sambandsins í tilefni þeirra tímamóta, er áður getur. 144 þátttakendur Hugmyndin um þetta umræðuefni fékk strax hinn bezta hljómgrunn rneðal sveitarstjórnar- manna, og forráðamenn ýmissa félagssamtaka á sviði menningarmála létu þegar í ljósi mikinn áhuga á samstaríi við sambandið um ráðstefnu- haldið. Var leitað eftir slíkri samvinnu við for- ráðamenn Bandalags íslenzkra listamanna og Bandalags íslenzkra leikfélaga, við Ungmenna- félag tslands, Kvenfélagasamband íslands og landssambönd lúðrasveita, karlakóra og hljóm- listarmanna auk menntamálaráðuneytis, svo og Menntamálaráð, Listasafn Islands, Sinfóníu- hljómsveit og Þjóðleikhúsið, eins og áður er getið. Reynt var með ráðstefnuhaldi um þetta efni að koma á nánari kynnum og umræðum milli fulltrúa þessara aðila, sem allir fjalla um veigamikla þætti menningarmála, hver á sínu sviði. í bréfi sambandsins frá 18. marz, þar sem boðað var til ráðstefnunnar var m. a. sagt, að til- gangur ráðstefnunnar væri að leita svara við því, livert sé eðlilegt hlutverk sveitarstjórna á sviði menningarmála, að kanna, hvernig ástandið er í raun og veru í þessum efnum í hinum einstöku sveitarfélögum og hvernig stuðningi ríkis og sveitarfélaga við menningarmál yrði bezt hagað í framtíðinni. Ráðstefnuna sóttu 144 þátttakendur, fulltrúar sveitarstjórna, áðurgreindra samtaka og stofnana svo og allmargir fulltrúar áhugaleikfélaga víða um land. Nýjar hugmyndir kynntar Þá var það einnig tilefni þessa ráðstefnuefnis, að vitað var, að í menntamálaráðuneytinu hafði í vetur verið á lokastigi undirbúningur nokkurra lagafrumvarpa um veigamikil málefni, sem snerta samstarf ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, sem rétt þótti að kynna sveitarstjórnar- mönnurn þegar á frumstigi. Lagafrumvörp þessi voru samtímis lögð fram á Alþingi og á ráð- stefnunni. Voru þetta frumvarp til laga um al- menningsbókasöfn, frumvarp til laga um fjár- liagslegan stuðning við tónlistarskóla, frumvarp til laga um Leiklistarskóla íslands, frumvarp til SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.