Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Page 49

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Page 49
KRISTJÁN SVEINSSON AUGNLÆKNIR HEIÐURSBORGARI REYKJAVÍKUR Borgarstjórn Reykjavíkur hefur einróma kjörið Kristján Sveinsson, augnlækni, heiðursborgara Reykja- víkur. Áður hefur borgarstjórn veitt einum manni slíkan heiðurstitil. Var það séra Bjarni Jónsson, sem lézt fyrir nokkrum árum. Þegar Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, afhenti Kristjáni Sveinssyni heiðursborgarabréfið við liátíðlega athöfn í Höfða, mælti hann m. a. á þessa leið: „Læknir, sem starfað hefur í Reykjavík í 43 ár og reyndar leng- ur, ef námsár eru talin með, hefur séð tímana tvenna. Á þeim tíma hefur Reykjavík breytzt úr bæ í borg, íbúafjöldi margfaldazt, ltúsa- kynni öll batnað til hins betra, at- vinnulífið orðið fjölþættara og Jtjónusta á hinum ólíkustu sviðum batnað. Allt þetta hefur þó ekki gerzt átakalaust og í þessu ölduróti síð- ustu áratuga hefur e. t. v. verið nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að eiga rnenn, sem líknuðu og hugguðu af þeirri hjartagæzku, sem einkennt hefur störf Kristjáns Sveinssonar. Störf hans hafa verið margvísleg. Hann hefur verið augnlæknir við Landspítalann og Landakotsspítal- ann, dósent við Háskóla íslands í sérgrein sinni, ritað margt um augn- lækningar, og ég nefni einnig hér, að hann var ■ varabæjarfulltrúi í Reykjavík árin 1950—1958. Flestir hafa þó sennilega notið þjónustu hans á læknastofunni við Skólabrú. Þangað hafa [nisundir Reykvíkin'ga komið á löngum starfsferli hans, og enginn farið bónleiður til búðar. Þar og reyndar alls staðar, Jtar sem hann ltefur liitt sjúklinga sína, hafa Jieir notið frábærrar læknis- kunnáttu og blessunarríkra huggun- arorða Kristjáns Sveinssonar. Hann hefur ávallt í orði og verki komið fram sem einlægur vinur Jjcirra, sem líknar Jiurftu með, — hlýr og minnisstæður persónuleiki, sem óþreytandi hefur ausið úr brunni manngæzku sinnar og ntildi. Enn í dag, að nýafstöðnu 75 ára afmæli Kristjáns Sveinssonar, er biðstofan við Skólabrú full af fólki, sem leit- ar þjónustu hans. Þótt kveikjan að ákvörðun borgar- stjórnar um þessa heiðursborgara- veitingu sé að sjálfsögðu störf og mannkostir Kristjáns Sveinssonar. hefur hún í sér fólgið ákveðið tákn. Hún er tákn þess, að borgarstjórn vilji virða og meta störf þeirra borg- arbúa, sem dag hvern ganga hljóð látir og hógværir til starfa sinna. Það helur Kristján Sveinsson ávallt gert. Hann hefur unnið sín störf í kyrrþey, oftast langan vinnudag, og forðast allt umtal og umstang, þegar hann sjálfur ltefur átt í hlut. Borgarstjórn Reykjavíkur vill í dag fyrir hönd borgarbúa [takka þér þín mikilvægu störf í þeirra þágu.“ Auk starfa sinna í Reykjavík hef- ur Kristján Sveinsson um langt ára- bil farið á hverju sumri í augn- lækningaferðir um landið, einkum til Vesturlands og Vestfjarða, og hafa margir sveitarstjórnarmenn og fleiri átt meiri og minni samskipti við hann í þeim ferðum. Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, til vinstri, afhendir Kristjáni Sveinssyni. augnlækni, heiðursborgarabréfió við hátíðlega athöfn í Höfða fyrr á árinu. SVEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.