Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Síða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Síða 52
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ tæknideild AUGLÝSIR [ ört vaxandi tækni- og velferSarþjóSfélagi eru sífellt gerðar meiri kröfur til bæjarfélaga um aukna þjónustu handa íbúum bæjarins. Eins og yður mun bezt kunnugt, þá er þessi þjónusta af mörgum toga spunnin, svo sem á sviði menntamála, heilbrigðismála, verklegra framkvæmda o. s. frv. Allt þetta kallar á aukin umsvif hins opinbera, sem m. a. felast í auknum mannafla til að annast alls konar skýrsluhald og útreikninga. Til að anna þessum verkefnum hefur reynzt nauðsynlegt hjá mörgum bæjarfélögum að íaka tölvu- tæknina í þjónustu sína, bæði til að auðvelda og flýta útreikningum, svo og til geymslu á alls konar upplýsingum. Til skamms tíma hafa þessar íölvur ásamt hjálparbúnaði verið svo mikil og dýr tæki, að það hefur einungis verið á valdi stórra bæjarfélaga að nota þau. Nú eru hins vegar til svokallaðar smátölvur, sem ráða við öll sömu verkefni og stóru tölvurnar. í grófum dráttum er munurlnn einungis sá, (ef verð- og stærðarsamanburði er sleppt), að smátölvurnar eru ekki alveg eins fljótar að vinna. Einn þekktasti framleiðandi smátölva er fyrirtækið Computer Design Corporation, U.S.A. Megin einkenni Compucorp tölvanna þeirra eru: 1. Þær eru til muna ódýrari en önnur sambærileg tækl. 2. Notkun þeirra er mjög einföld. Ekki þarf neina sérlærða „operatora" til að stjórna þeim. 3. Svokallað vélarmál stýrir aðgerðum allra tölva. Unnt er að mata (programmera) flestar þeirra á einhverju táknmáli, sem tölvan sjálf þýðir á vélarmálið. Til að læra táknmál tölva þýðir venju- lega eitthvað svipað og að læra nýtt tungumál. Táknmál Compucorp er hlns vegar svo einfalt, að það nánast fylgir hugsanagangi þess, sem matar hana. COMPUCORP tölvukerfi samanstendur af eftirtöldum einingum: 1. Borðtalva. 2. Disketta sem rúmar 1.4 milljón stafi. 3. Ritvél, hægt er að fá mismunandi útskriftarhraða. HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÉRFRÆÐINGA OKKAR. — SÍMINN ER 2 41 20. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ tæknideild HÓLMSGÖTU 4 — REYKJAVÍK — P.O. BOX 906

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.