Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 6
notuð sem fyrirmynd (uppistaða) til samraeming- ar á gjaldskrám þeirra hafna, sem nú liggja fyrir til umsagnar og síðan framvegis þar til öðru vísi kynni að verða ákveðið." Að mati Hafnasambandsins voru kostir sam- ræmdu gjaldskrárinnar yfirgnæfandi í saman- burði við ókosti hennar, sent stöfuðu fyrst og fremst af mismunandi fjárþörf, einkum vegna fjárfestinga. Með tilkomu samræmdu gjaldskrár- innar var óeðlilegri samkeppni og ívilnun út- Stækkun Þorlákshafnar, sem nú stendur yfir, er stærsti áfangi, sem tekinn hefur verið í hafnargerð hér á landi. Þar er oft þröng á þingi á vetrarvertíð, eins og Ijósmyndin, sem þar var tekin, ber með sér. rýmt að mestu og þær hafnir, sem fyrst og fremst þurftu aðstoðar með, fengu verulega úrbót með hækkun aflagjalds, og er þá átt við fiskihafnirn- ar, en sumar þeirra liöfðu jafnvel ekki tekið neitt aflagjald. Fyrst stjórnvöld féllust á, að tekið yrði alls stað- ar sama gjald fyrir afla, svo dæmi sé tekið, þá er ekki um nema tvo aðila að ræða, sem hafa það hlutverk að jafna aðstöðumun vegna mismun- andi hafnaaðstæðna frá náttúrunnar hendi, en það eru einmitt ríkissjóður og sveitarfélögin. Og þrátt fyrir hækkun á hlutdeild ríkissjóðs í hafna- framkvæmdum, sem var staðfest í nýju hafnalög- unum frá 1973, þá leggjast víða miklar skulda- byrðar á sveitarsjóði vegna lélegrar alkomu hafnasjóðanna, eins og fram kom í skýrslunum 1974 og 1975 og nánar verður vikið að síðar í 156 þessari grein. SVEITARSTJÓRNAKMÁL Eina umtalsverða breytingin, sem gerð hefur verið á samræmdu gjaldskránni, varð í marz— apríl 1975, þegar samþykkt var að flytja fiskaf- urðir yfir í 2. ílokk vörugjaldskrár, en það kom fiskihöfnunum nokkuð til góða, auk þess sem orðið hafði verulegt misræmi milli aflagjalds og vörugjalds af fiskafurðum, J>ar sem aflagjald er verðtryggður gjaldstofn, 1% af heildarverðmæti aflans (nú 0,85%), en vörugjaldið ekki. Því var talið rétt að ræða hér um samræmdu gjaldskrána, að hún er eitt af grundvallaratrið- um í {æim atliugunum, sem vikið verður að hér á eftir. Um tilgang athugananna Tilgangurinn með skýrslunum 1974 og 1975 var sá, að atliuga afkomu hafnarsjóðanna 1973 og 1974 á grundvelli reikninga þeirra J)au ár og meta þörf þeirra fyrir gjaldskrárhækkun. Árið 1974 voru teknir til athugunar reikningar 40 hafnarsjóða auk Reykjavíkurhafnar, fyrir árið 1973, en árið eftir, J). e. í fyrra, var ákveðið að athuga einungis reikninga 15 almennra hafnar- sjóða auk Reykjavíkurhafnar og landshafnarinn- ar í Keflavík—Njarðvík. Þegar talað er um almenna hafnarsjóði í grein Jsessari, er átt við J)á hafnarsjóði, sem heyra undir hafnalög nr. 45 frá 1973 og fengið liafa styrk frá ríkissjóði til hafnaframkvæmda skv. J)eim lögum. Mikilvægt atriði í sambandi við Jæssar atlmganir var J)að, að meginhluti hafnanna hafði tekið upp sam- ræmdu gjaldskrána 1972 og 1973, t. d. allar 17 hafnirnar, sem voru í skýrslunni 1975 höfðu fengið hana staðfesta, þær síðustu í aprílbyrjun 1973. Ástæðan til þess, að færri hafnir voru tekn- ar til athugunar 1975 var að leggja meiri áherzlu á að kanna betur og nákvæmar færri hafnir, en þær voru valdar J)annig, að J)ær gætu talizt full- trúar fyrir allar. Teknar voru J)ær hafnir, sem fyrst sendu reikninga sína, auk Jress sem tekið var tillit til landfræðilegrar dreifingar og tegund- ar hafna, sem skiptast í fiskihafnir og blandaðar vöru- og fiskihafnir, stórar eða smáar hafnir. Auk Hafnasambandsins voru samstarfsnefnd um

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.