Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 44
Núverandi hreppsnefnd Sandvikurhrepps, talið frá vinstri: Páll Lýðsson, oddviti í Litlu- Sandvík, Ögmundur Hannesson í Stóru-Sandvík, Brynjólfur Þorsteinsson í Hreiðurborg, Ólafur Kristjánsson í Geirakoti og Guðmundur S. Öfjörð á Lækiamótum. Myndina tók Gunnar Vigfússon við vígslu vatnsveitunnar. víða knúði rafmagn dælurnar, en það var ekki öruggt. Það get- ur farið af fyrirvaralaust, eink- um á morgnana í mesta annrík- inu. Og dælurnar gátu einn;g bilað, þegar minnst varði. Tveggja daga bilun á dælu og rafmagnsleysi gat valdið ólýsan- legum erfiðleikum við hirðingu kúa. Það er mikið álag á önnur störf að brynna 25-30 kúm tvisvar á dag. Það vatn þurfti að sækja í læki eða upp að Selfossi og bera það í brúsum um allar jarð- ir. Einnig gat það borið við í þurrkum að sumarlagi, að vatns- ból þryti og vatnslaust væri í tvær til þrjár vikur.“ — Er langt siðan hrepps- nefndin fór að huga að sameig- inlegri úrlausn? „Lengi vel gerðum við ekkert í þessum málum, en þegar rlkið tók að sér að kosta helming vatnsveitna í sveitum sam- kvæmt jarðræktarlögum, þá fór- um við að líta til átta í þessum efnum. Hinn 15. nóvember 1973 komu ráðunautarnir Haraldur Árnason og Björn Bjarnarson frá Búnaðarfélagi ísland hingað austur til skrafs og ráðagerða. Þrjár leiðir gátu að okkar dómi komið til greina: a) að bora eftir vatni innan hreppsins, b) að hafa samvinnu við Gaul- verjabæjar- og Villingaholts- hreppa og taka þátt í sam- eiginlegum vatnsveitufram- kvæmdum þeirra, og c) að fá vatn frá Selfossi og leiða það um hreppinn. Seinasti kosturinn af þessum þremur reyndist álitlegastur, og þegar Selfosshreppur réðist í lagningu nýrrar stofnæðar frá Ingólfsfjalli, þótti skynsamleg- ast að velja þessa leið, enda var samaðild okkar að henni auð- sótt mál.“ — Hvernig er staðið félags- 194 lega að verkinu? SVEITARSTJ ÓRNARMÁL „Hreppsnefnd átti, eins og áður segir, frumkvæði að mál- inu, en nokkru eftir að undir- búningur var kominn á rekspöl, var haldinn í Stóru-Sandvík hreppsfundur, þar sem vatns- málin voru ítarlega rædd með hreppsbúum. Þetta var 14. febr. 1975. Mikill áhugi reyndist á málinu, og voru öll býli í hreppn- um skráð sem þátttakendur, samtals 17 býli með 43 eining- ar. Samin var samþykkt fyrir vatnsveituna og kosin stjórn. í henni áttu sæti auk mín þeir Ögmundur Hannesson í Stóru- Sandvík og Óli A. Haraldsson í Nýjabæ. Við réðum Erlend Daní- elsson, framkvæmdastj. Rækt- unarsambands Flóa og Skeiða, forstöðumann vatnsveitufram- kvæmdanna, og Ræktunarsam- bandið tók að sér skurðgröftinn. Guðmundur Öfjörð, bóndi á Lækjarmótum, tók að sér að ryðja yfir skurðina." — Eru ekki notuð plaströr frá Reykjalundi i vatnsveituna? „Jú, nokkru áður en vatns- veitufélagið var stofnað, bað hreppsnefndin Verkfræðistofu Suðurlands að hanna veituna. Var það um 10. janúar 1975. Áður hafði ég lauslega kannað vatnsþörf í sveitinni með hlið- sjón af fjölda býla, kúatali hjá hverjum bónda og bústofni, og Ingólfur Hrólfsson, verkfræðing- ur, teiknaði síðan vatnslögnina um hreppinn. Hann gerði líka kostnaðaráætlun upp á rúmar 11 millj. króna. Þremur dögum síð- ar fórum við Brynjólfur Þor- steinsson í Hreiðurborg í Vinnu- heimilið að Reykjalundi og ræddum hugsanleg pípukaup. Hinn 5. febrúar komu Reykja- lundarmenn hingað austur, og var þá gengið frá samningum. Munu þeir víst hafa verið gerðir á venjulegt skrifblokkarblað, og ekki alltof traustir svona lög- fræðilega séð, eftir því sem mér síðar var sagt. Þegar ég kom svo að Reykjalundi á nýjan leik í skoðunarferð á ráðstefnu Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga um miðjan marz, frétti ég, að framundan væri verðhækkun á rörunum, og voru þá endanlegu kaupin gerð. Nokkrum dögum seinna höfðu rörin hækkað í verði um 15% og söluskattur verið hækkaður. Þetta litla dæmi sýnir, að margt gekk okkur í haginn." — Hve rri’kið kostar vatns- veitan? „Heildarkostnaður varð rúm- ar 13 milljónir króna eða ein milljón króna á hvern kílómetra í lögn. Verðbólga hafði farið hamförum frá því að fjárhags- áætlunin var gerð árið áður, en

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.