Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 23
Turnhús byggt árin 1784—1785. HúsiS er friðaS. innréttuð lítil veitingastofa, þar sem safngestir gætu keypt sér veitingar, þegar safnið er opið. Mér hefur að vonum orðið tíðrætt um gömlu verzlunarhúsin á ísafirði og varðveizlu þeirra, enda tel ég, að þau séu ein merkilegasta menn- ingararfleifð, sem bæjarfélagið ræður yfir. Tekst að varðveita gamla bæjarhlutann? „Fleira er merkilegra húsa á ísafirði," segir Hörður Ágústsson, skólastjóri, í ágætri grein, sem hann ritaði í Birting árið 1962. Eins og ég gat um í upphafi máls míns, tóku bæir eða kaup- tún fyrst að myndast liér á landi eftir miðja 19. öld, og það er ekki fyrr en á fyrsta áratug þessarar aldar, sem veruleg fjölgun verður í bæjunum. Þannig fjölgaði íbúum ísafjarðar úr 1.067 í 1.854 á fyrsta áratug aldarinnar (1900—1910). Er mikill fjöldi íbúðarhúsa, sem stendur neðst á eyrinni einmitt byggður um þetta leyti, fyrir og eftir aldamótin, og myndar hann nokkuð samfellda heild. Mjög væri æskilegt, ef takast mætti að varðveita þennan hluta bæjarins litt skemmdan, því að hann sýnir okkur í hnotskurn, livernig húsakostur sjómanna og verkamanna var á fyrstu árum vélbátaútgerðarinnar á íslandi. Því miður verð ég að láta í Ijósi vissar efasemdir um, að þetta megi takast. Liggja til þess ýmsar ástæður. Eins og geíur að skilja voru flest þessara húsa byggð af miklum vanefnum, og er húsrými því allt mjög þröngt. Það uppfyllir því engan veginn þær kröfur, sem ungt fólk í dag gerir til húsrým- is, enda eru flestir íbúar þessara húsa komnir yfir miðjan aldur. Þeir, sem búa í þessum húsum, vilja gjarnan endurbæta þau og breyta þeim, eftir því sem efnahagur leyfir. Það fyrsta, sem þá. er ráðizt á, eru gluggapóstar og hurðir. Það er ódýrara að kaupa eina stóra rúðu heldur en sex litlar, og það er margfalt ódýrara að kaupa hurð af lager hjá hurðaverksmiðju heldur en að láta 173 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.