Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 25
VATNSÞÖRF Eftir Jón Ingimarsson, verkfræðing og Þórodd F. Þóroddsson, jarðfræðing hjá Orkustofnun Formáli Raforkumálaskrifstofan, síðar Orkustofnun, hefur nú urn langt árabil veitt mörgum byggð- um og einstaklingum ráðgjafarþjónustu varð- andi neyzluvatnsöflun, og liefur sú starfsemi stöð- ugt farið vaxandi. Að mestu hafa þessi störf ver- ið unnin af einstökum sérfræðingum stofnunar- innar, og hefur Jón Jónsson, jarðfræðingur, átt þar langstærstan lilut að máli. Eftir að Jarð- könnunardeild Orkustofnunar tók til starfa árið 1971, hefur hún beint starfsemi sinni að neyzlu- vatnsmálum almennt, auk Jress sem hún hefur unnið að rannsóknum fyrir fjölmörg bæjar- og sveitarfélög. Við Jjær athuganir hefur það komið æ betur og betur í ljós, hvað lítið er vitað um raunverulega vatnsjrörf til heimilisnota og til hvers konar atvinnurekstrar. Að frumkvæði Stefáns Arnórssonar hóf Jarðkönnunardeild að safna gögnum um almenna neyzluvatnsþörf. Ár- ið 1975 vann Jón Ingimarsson, verkfræðingur, að þeirri gagnasöfnun með aðstoð Þórodds Þór- oddssonar, jarðfræðings. Þessi skýrsla er árangur þeirrar söfnunar, og er hún hugsuð sveitarstjórn- um og hönnuðum vatnsveitna til aðstoðar. Flestar talnalegar upplýsingar eru fengnar úr erlendum ritum, eins og skýrslan ber með sér, en reynt hefur verið að samræma þær íslenzkum aðstæðum, eftir Jrví sem mögulegt hefur verið. Leitað hefur verið álits og umsagna fjölmargra einstaklinga og stofnana, sem unnið hafa að neyzluvatnsmálum. Færurn við Jjeim öllum okk- ar beztu Jjakkir fyrir alla þeirra mikilsverðu að- stoð. Við óskum þess, að skýrsla þessi megi verða vatnsveitumálum landsmanna til gagns og vel- farnaðar. Guttormur Sigbjarnarson. I. Inngangur Þessi skýrsla fjallar um vatnsjjörf til heimilis- nota, nota í þágu ýmiss konar atvinnureksturs og til opinberrar Jjjónustu (sjúkrahús, sundlaug- ar o. fl.). Tilgangurinn er að setja fram tölur urn vatns- þörf, sem sveitarstjórnir og aðrir gætu haft til hliðsjónar við frumáætlanagerðir vegna vatns- veitna, s. s. nauðsynlega stærð vatnsbóla. Það, sem hér verður kallað vatnsjjörf, eru ekki nauðþurftir, heldur Jjað, sem auðveldlega á að vera liægt að kornast af með, án beinnar spar- semi. Það skal strax tekið fram, að allar tölur um vatnsþörf eru mjög breytilegar milli landa og staða innanlands, einkum vatnsþörf til heimilis- nota. Tölur um vatnsjjörf hafa verið breytilegar og yfirleitt vaxandi með tímanum. Þetta stafar bæði af auknum Jjægindum og auknum hreinlætis- kröfum. Vegna mikilla erfiðleika við vatnsöflun víða í heiminum er Jjó reynt að gera vélar og tæki Jjannig úr garði, að vatnsþörfin minnkí. Eftir megni verður notazt við innlendar tölur um vatnsþörf. Miklir erfiðleikar eru liins vegar við öflun þeirra. Víðast hvar er vatn ekki selt eftir mæli. Algengt er, að Jjað vatnsmagn, sem SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.