Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 50
GÍSLI BJÖRNSSOIM KJÖR- INN HEIÐURSBORGARI HAFNARHREPPS Hreppsnefnd Hafnarhrepps hef- nr kjörið Gísla Björnsson, fyrrv. rafveitustjóra, fyrsta heiðursborg- ara Hafnarhrepps. Oddviti hrepps- ins, Óskar Helgason, afhenti hon- um með stuttu ávarpi f. h. hrepps- og heilla eru í hverju byggðarlagi. Fyrst vann hann við útgerð, keypti og rak bát með öðrum um nokkur ár. Árið 1927 varð hann rafveitu- stjóri við rafveitu, er Ólafur Sveinsson kom á fót, sem síðar varð Gisli Björnsson og kona hans, Regína Stefánsdóttir. nefndar heiðursborgarabréf þessu til staðfestingar í kaffisamsæti, sem hreppsnefnd hélt honum, ásamt eiginkonu hans að Hótel Höfn sunnudaginn 11. júlí s.l. En lieið- ursborgarakjörið fór frani á fundi hreppsnefndar hinn 18. marz s.l. á 80 ára afmæli Gísla. Gísli Björnsson er fæddur 18. marz 1896 að Austurhóli í Nesja- lireppi. Hann fluttist á Höfn árið 1918. Hann hefur lagt gjörva hönd 200 á flest þau störf, sem til framfara SVEITARSTJÓRNARMÁL rafveita Hafnarhrepps og frá 1959 á vegum Rafmagnsveitna ríkisins. Rafveitustjórastarfinu gegndi liann óslitið til 1970, er hann lét af störf- um fyrir aldurssakir, þá 74 ára gamall. Gísli átti sæti í hreppsnefnd Nesjahrepps frá 1942 til 1946, er Hafnarhreppur varð sjálfstætt sveitarfélag með skiptingu út úr Nesjahreppi. Gísli var formaður skiptanefndar þeirrar, er sá um skipti milli hreppanna. Þá var hann kjörinn í fyrstu hreppsnefnd Hafnarhrepps árið 1946 og átti þar sæti óslitið til 1958. Sökttm annríkis við önnur störf neitaði Gísli að taka við oddvita- kjöri, en sá samt um allar útifram- kvæmdir á vegum sveitarfélagsins frant til 1958 og áfram sá hann um Vatnsveituna til ársins 1962. Sýslunefndarmaður fyrir Hafnar- hrepp var hann frá 1962 til 1974. Árið 1962 var liann kjörinn af sýslunefnd til að endurskoða sýslu- og sveitarsjóðsreikninga, og gegnir þeim störfum enn. Auk starfa að sveitarstjórnarmál- um hefur Gísli verið framarlega í öðrum félagsmálum, svo sem full- trúi á bændafundum og búnaðar- sambandsfundum A.-Skaft. Fulltrúi á deildarfundum Hafnardeildar Kaupfélags A.-Skaft. um árabil og á nú sæti sem varamaður í stjórn KASK og endurskoðandi í forföll- um. Bifreiðaeftirlitsmaður frá 1935— 1970 og prófdómari sama tíma. Skipaskoðunarmaður um árabil. Gísli Björnsson hefur skrifað þátt um Hafnarhrepp í Byggðasögu A.-Skaftfellinga, III. bindi, sem er í prentun og kemur væntanlega út í haust. Kona Gísla Björnssonar er Reg- ína Stefánsdóttir, f. 5. sept. 1912. Hún hefur unnið að margháttuð- um félagsstörfum, m. a. verið form. kvenfélagsins Tíbrá í 20 ár, frá 1950—1970, og í stjórn Sambands austur-skaftfellskra kvenna frá stofnun og er það enn. Benedikt Þorsteinsson, varaoddviti, ávarpaði sérstaklega frú Regínu og afhenti henni blóm sem þakklætisvott f. h. sveitarstjórnar fyrir vel unnin störf að félags- og menningarmál- um.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.