Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 41
verið ráðstafað, en talsvert er um þau spurt. Jarðskjálftar í janúar Kópasker varð illa úti í jarð- skjálfta, sem þar varð 13. janúar. Jörðin sprakk og rifnaði, þannig að gjár mynduðust og allmörg íbúðar- hús löskuðust. Eftir stærsta jarð- skjálftann hinn 13. janúar voru flestir íbúar þorpsins fluttir á brott til Raufarhafnar, Húsavíkur og annarra staða, því að ekki þótti verandi í húsunum, m. a. vegna vatnsleysis. Vatnsveita jrorpsins rofnaði, og talin var hætta á frek- ari jarðhræringum, enda voru þær allmiklar og stöðugar, þótt ekki yrði tjón á mannvirkjum, nema í þessum eina jarðskjálfta. Bryggjan mikið skemmd í jarðskjálftanum skemmdist bryggjan á Kópaskeri verulega. Sprakk hún á mörgum stöðum og gekk í sundur allt að 22 cm, og misgengi varð um 30 cm milli hæða á bryggjudekki. Líklega eru einar Friðrik Jónsson, oddviti. 10 sprungur jrvert yfir bryggjuna, mismunandi víðar og tvær um 20 cm eða víðari. Kostnaðarauki Skipafélögin hafa ekki viljað senda skip sín til Ivópaskers, meðan bryggjan er í þessu ástandi. Þannig var nýlega ákveðið að snúa skipi með 400 tonnum af áburði frá Kópaskeri, og var landað úr því á Raufarhöfn. Á vorin er vegur- inn frá Raufarhöfn yfir Sléttuna slæmur yfirferðar, svo þetta er mjög bagalegt fyrir bændur við Oxarfjörð. Af þessu er einnig verulegur kostnaðarauki. Lifnar yfir Kópaskeri „Það má segja, að Kópasker hafi staðið nokkuð í stað á áratugnum milli 1960—1970, ltvað íbúatiilu snertir, en síðan hefur íbúum á síðustu 5 árum fjölgað um 50%“, sagði Friðrik Jónsson í samtali við Sveitarstjórnarmál. „Meira hefur verið byggt liin allra seinustu ár heldur en á undanfarandi áratug- um, því að jaá voru aðeins reist eitt og eitt hús.“ „Fólk hefur fengið meiri trú á staðnum og er farið að hugsa meira um útgerð og iðnað í sam- bandi við úrvinnslu landbúnaðar- afurða. Sláturgerð hefur verið rek- in í nokkur ár, og hafa nokkrir menn haft atvinnu við hana. Á staðnum var árið 1972 stofnað tré- smíðaverkstæði, og jrar vinna nú einir 5 menn við trésmíðar. Þeir IbúSsihúsahvcrfi á Kópaskeri. LæknisbústaSurinn fyrlr miSju. Lengst til vinstri eru íbúSarhús í smiSum. Húsin lengst tll hægri ð mynd- inni urSu verst leikln I jarSskjálftunum 13. Janúar. Jón Grimsson tók myndina. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.