Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 17
JÓN PÁLL HALLDÓRSSON: GAMLI BÆRINN Á ÍSAFIRÐI og vandi sveitarstjórna í sambandi við friðun gamalla húsa. Að undanförnu hefur rnikið verið rætt um varðveizlu gamalla liúsa og jafnvel lieilla bæjar- hverfa. Hefur þar borið mest á áhugamönnum um varðveizlu Bernhöftstorfunnar og nú upp á síðkastið Grjótaþorpsins í Reykjavík. Hreyfingar sem þessar hljóta alltaf að hafa veruleg áhrif, og liver sem örlög Bernhöftstorfunnar og Grjóta- þorpsins kunna að verða, er J)að alveg ljóst, að )jær hafa glætt skilning fjölmargra landa okkar á nauðsyn þess, að hafizt verði handa til varð- veizlu ákveðinna sýnishorna af byggðarmenn- ingu íslendinga frá fyrri tíð. Á stundum liefur áróðurinn farið út fyrir skynsamleg mörk í j'ess- um efnum, eins og oft vill verða. Þannig eru nokkur dæmi þess, að settar hafi verið fram óskir og jress jafnvel krafizt, að friðlýst væru tiltölu- lega nýleg hús, sem lítið eða ekkert listrænt eða menningarsögulegt gikli hafa, vegna J)ess að ákveðnar persónur hafi búið Jrar um tíma. Marg- ir eru svo Jreir, sem sýna algjört skeytingarleysi í þessum efnum, og vilja rífa allt og fjarlægja, sem minnir á gamla tíma. Hafa mörg hörmuleg slys átt sér stað í Jressum eínum. Hér er skammt öfg- anna á milli og Jjví nauðsynlegt, að mörkuð verði ákveðin stefna í Jressum málum, svo að Jrað verði ekki tilviljun einni háð — eða jafnvel yfirgangi og frekju — hvaða liús verði friðuð. Er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir því í upphafi, að fjár- magn, sem sveitarfélög geta veitt til þessara mála, verður alltaf af skornum skammti og næsta ó- sennilegt, að framlög ríkisins verði til þess að lyfta Grettistökum. Húsafriðunarsjóður Á Aljíingi 1975 voru samjrykktar breytingar á Jrjóðminjalögum, sem gera ráð fyrir, að stofn- aður verði húsafriðunarsjóður. „Hlutverk lians er að veita styrki til viðhalds og endurbóta húsa, húshluta og annarra mannvirkja, sem að dómi húsafriðunarnefndar hafa menningarsögulegt gildi og stuðla að friðun húsa.“ Tekjur sjóðsins verða 20 króna framlag ríkis- sjóðs á hvern íbúa landsins og jafnhátt framlag hlutaðeigandi sveitarfélags. Tekjur sjóðsins geta þannig orðið um 8 millj. króna á J)essu ári, en breytast síðan árlega í hlutfalli við byggingar- vísitölu. Stofnun húsafriðunarsjóðs markar vissulega Jráttaskil í þessum málum, og er Jress að vænta, að framhaldið verði fastmótaðri stefna heldur en hingað til hefur ráðið í Jressum efnum. Á und- anförnum árum höfum við orðið vitni að alvar- legum mistökum á þessu sviði, mistökum, sem aldrei verða bætt. í kring um allt land hefur sveitarstjórnarmál

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.