Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 22
172 í Svíþjóð að fornu. Var þar lagður bjálki ofan á bjálka, sem læstir voru saman á hornunum á sama liátt og sperrur. Sá einn munur er, að í Turnhúsinu er höggvinn viður, en í hinum fornu liúsum var óunninn viður. Veggjahæð var mjög lítil, en ris mikið.“ Sigfús H. Andrésson, sagnfræðingur, telur mjög líklegt, að húsið sé búið til í Moss í Noregi, en sá bær er við Oslofjörð. Konungsverzlunin liafði nefnilega föst viðskipti þar og flutti jafnan timb- ur beint þaðan til suður- og vestur-hafnanna á íslandi. Því má svo bæta við, að í einokunar- samningunum við kaupmenn allt frá árinu 1721 voru þeir hvattir til að kaupa timbur í Noregi, og jafnframt tekið fram, að þeim sé leyfilegt að láta höggva þar til hús. Á árunum 1784—1785 rak konungur enn verzl- un á ísafirði, konungsverzlunina síðari, og styrk- ir það tilgátu Sigfúsar, að Turnhúsið sé tilhöggv- ið í Noregi, en sami byggingarstíll mun hafa tíðkazt í Noregi og Svíþjóð. Flutningur á upprunalegan stað Hæstakaupstaðarhúsið hefur verið stækkað um þriðjung, eins og áður er sagt. Samtímateikning- ar eru til af þessu húsi, og hefur stjórn Byggða- safnsins lagt til, að það verði flutt niður í Neðstakaupstað og reist þar í upprunalegri mynd. Myndi það örugglega sóma sér vel í samfélagi með liúsurn einokunarverzlunarinnar og mynda skemmtilega heild með þeim. Það er þýðingar- mikið, að búið sé í þessum húsum, svo að þau varðveitist betur. Er af þeim sökum æskilegt, að Hæstakaupstaðarhúsið verði flutt, svo að liægt sé að búa í þrem liúsum á staðnum, þar sem liúsin standa alllangt frá annarri byggð á eyrinni. Það er einnig tillaga stjórnar Byggðasafnsins, að fyrst verði stefnt að endurbótum á Turnhús- inu og safnið fái það til afnota til varðveizlu og geymslu stærri muna, einkanlega frá véla- og tækniöld. Það kallar á mikið húsrými, og væri Turnhúsið kjörið til þeirra nota. Einnig höfum við sett fram þá hugmynd, að á efri hæðinni verði Faktorshús byggt árið 1765. Húsið er fríðað. Tangagata 29 á ísafirði. Sölubúð eða krambúð, byggð árið 1757 eða 1761. Finnur Jóns- son, ráðherra og síðar Birgir Finnsson, alþíngisforseti, bjuggu í þessu húsi. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.