Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 46
196 og Páll Lýðsson, oddviti Sand- víkurhrepps, en í kaffiboði að vígsluathöfn lokinni lýsti Páll Lýðsson mannvirkinu og að- draganda þess. í lok ræðu sinnar sagði Páll, að einn bær í hreppnum hefði orðið nokkuð á eftir öðrum að fá tengingu við nýju vatnslögn- ina. Um það sagði Páll Lýðsson: ,,Það er táknrænt, að vatns- veituframkvæmdunum lýkur í Jórvík. Eitt sinn var maður einn í Sandvíkurhreppi frægur fyrir vatn. Hann leitaði að vatni. Brynjólfur Jónsson hét hann, og var kallaður Brunna-Brynki, dá- inn 1918. Brynjólfur var naskur á að finna út vatnið. Hann gekk fyrst vítt um staðinn. Svo fór hann að skríða eftir jörðinni milli þúfna, leggja eyrun við jörðina, hlusta. Þangað til hann segir: „Hér er vatn.“ Var þá far- PÁLL ZÓPHÓNÍASSON, bæjar- tæknifræðingur, hefur verið rdðinn bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá 1. febrúar s.l. Páll er fæddur 12. júlí 1942 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hans eru Lis Pálsson og Zópónías Páls- son, skipulagsstjóri ríkisins. Páll lauk námi í trósmíði árið 1962 og í byggingartæknifræði árið 1967 frá Álaborg. Vann þar við ráðgjafarstörf til ársins 1972, er hann var ráðinn bæjartæknifræð- ingur í Vestmannaeyjum. Um skeið var hann annar af tveimur fram- kvæmdastjórum Viðlagasjóðs. Kvæntur er Páll Áslaugu Her- mannsdóttur Björnssonar frá ísa- firði og eiga Jrau 3 börn. Páll hefur verið sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar og mun vera yngsti Islendingurinn, sem lilotið liefur slíkt lieiðursmerki. * SAMÚEL JÓN ÓLAFSSON, áður sveitarstjóri í Búðahreppi hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Nes- lireppi utan Ennis frá 1. júní 1976, og við starfi sveitarstjóra í Búða- hreppi, }r. e. á Fáskrúðsfirði, tekið Helgi V. Guðmundsson, sem verið hefur skrifstofustjóri hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar. Samúel var kynntur í 1. tbl. Sveitarstjórnarmála 1975. ★ HELGI V. GUÐMUNDSSON er fæddur 12. maí 1938 að Viðborði á Mýrum í Hornafirði, foreldrar Elín Helgadóttir og Guðmundur Árnason, trésmiður. ið að grafa, og auðvitað kom upp vatn, þar sem karlinn benti. Brynjólfur bjó seinast í afbýli í Jórvík, rétt hjá þeim sta'ð, þar sem seinast var tengt. Svona þurfti það nú að fara, að vatnið kæmi seinast í nágrenni hans. En svona er lífið, og við búum núna við betra líf en áður í Sandvíkurhreppi. Við þökkum öllum þeim, sem þar hafa rétt okkur haga hönd að verki.“ Helgi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1959, kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1 janúar 1967 og varð héraðsdómslögmaður í októ- ber 1967. Helgi starfaði sem lögfræðingur Iðnaðarbanka íslands lif. í tæplega 7 ár, og hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar frá ársbyrjun 1974. Kvæntur er Helgi Gíslínu Mel- berg Sigurgísladóttur. Á liún eina dóttur frá fyrra lijónabandi, og hann tvær dætur, einnig frá fyrra hjónabandi. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.