Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 18
SKIPULAGS- OG BYGGINGARMAL Aðalskipulag 1990-2010. Landnotkunarkort. bakhlið, og er það hin staðfesta skipulagsáætlun. Þetta eru nýmæli í framsetningu staðfests aðal- skipulags hér á landi. A bakhlið landnotkunarkortsins eru prentuð fjög- ur mikilvæg þemakort. Þau eru: 1) Helztu byggingarsvæði 2) Helztu umbætur á aðalgatnakerfi 3) Fráveitukerfi og gámastæði 4) Flokkun opinna svæða í hinni staðfestu greinargerð, sem aðeins er um átta blaðsíður að lengd, er aðaláherzlan lögð á stefnumörkun varðandi byggðarþróun, aðalgatna- kerfi og landnotkun. Með því að leggja aðaláherzlu á stefnumörkun og framtíðarsýn er hægt að tak- marka umfjöllun um ýmsa þætti, sem ekki þarf að staðfesta, eins og þróun byggðar í borginni seinustu árin, náttúrufarsþætti, sem breytast lítið á stuttum tíma, og ýmsa félagsþætti, svo dæmi séu tekin. Einnig tókst að stytta greinargerð aðalskipulags- ins með því að draga talnagrunn og helztu áætlanir saman í eitt hefti, sem unnið var snemma í skipu- lagsvinnunni og er fylgiskjal með aðalskipulaginu. Aðeins helztu niðurstöður úr því hefti eru felldar inn í greinargerð aðalskipulagsins. Auk hins staðfesta aðalskipulags er gefíð út 50 blaðsíðna litprentað upplýsingarit með ítarlegri texta og fleiri skýringarmyndum en í staðfesta skipulaginu. Upplýsingaritið er ekki staðfest. I ritinu er m.a. tölvuunnið kort, sem sýnir skipulagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, kort, sem sýnir stöðu deiliskipulags á nýbyggingarsvæðum borgarinnar norðan Grafarvogs, og kort, sem sýnir frumdrög að stígakerfi og útivistarmöguleikum á Hengilssvæðinu, svo dæmi séu tekin. Þá mun fylgja aðalskipulaginu sérstakt útivistar- og stígakort, sem gefíð verður út í sumar eða haust. Samandregin eru helztu nýmæli og nýjar áherzlur við gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 1990-2010 þessi: • Kynning á aðalskipulaginu í upphafi skipulags- vinnu. • Staðfest aðalskipulag á einu korti - landnotkun á framhlið og greinargerð á bakhlið. • Endurskoðun aðalskipulags í upphafi hvers kjörtímabils. 144

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.