Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 38

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 38
SKIPULAGSMÁL ar. Fyrsta skóflustungan var tekin laugardaginn 29. mars 1997. Norðurál hf. er hlutafélag í eigu Columbia Ventures Corporation í Vancouver í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Alverið verður reist í þremur áföngum. í 1. áfanga mun álverið geta framleitt 60.000 tonn af áli á ári, eftir byggingu 2. áfanga mun það geta framleitt 90.000 tonn og eftir að 3. áfangi hefur verið byggður mun álverið geta framleitt 180.000 tonn af áli á ári. Tímaáætlun Norðuráls hf. er miðuð við að hefja fram- leiðslu á áli í 1. áfanga nýrrar verksmiðju á miðju ári 1998. Starfsmenn verksmiðjunnar verða fyrstu árin um 140 en fer fjölgandi eftir því sem hún stækkar. Verk- smiðjan verður stækkuð í 90.000 tonn eins fljótt og raf- magnsframleiðslan leyfir. Framkvæmdastjóri hlutafélagsins er Gene Caudill frá Bandaríkjunum en verkefnisstjórnunin er í höndum enska verkfræðifyrirtækisins K. HOME. Hönnuðir bygginganna eru VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. í Reykjavík, Verkfræðistofan Hönnun hf. í Reykjavík og Rafhönnun hf. í Reykjavík. Lóð álvers Norðuráls hf. að Grundartanga er í eigu ís- lenska ríkisins og lóðarleigusamningur um hana hefur verið gerður. Lóðin er 82,2 ha. að stærð, 28,3 ha. í Skil- mannahreppi og 53,9 ha. í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Fyrirhugaðar helstu byggingar í 1. áfanga álverksmiðj- unnar eru tveir kerskálar og kranaviðgerðarhús, skýli yfir tengivirki og spennistöð, viðgerðarverkstæði og vöru- geymsla, steypuskáli, skautsmiðja, starfsmannahús og skrifstofa - í 1. áfanga verður um bráðabirgðahús að ræða - súrálstankur við verksmiðju og súrálstankur við höfnina. Auk þessa verða byggðar litlar spennistöðvar, hreinsi- virki og reykháfur. Flestar byggingar, nema starfsmannahúsið, verða stál- grindarhús með báruformaðri álklæðningu bæði á þaki og veggjum og eru flestar þessar byggingar óeinangrað- ar. Reynt hefur verið að mýkja útlit bygginganna með því að nota bogaform eins mikið og því verður við kom- Uppdrátturinn sýnir deiliskipulag Grundartanga. 1 OO

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.