Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 63

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 63
STJÓRNSÝSLA Skipurit ísafjarðarbæjar. hafa ekki umboð til að afgreiða sjálfir. Þegar bæjarstjóm hefur stað- fest viðkomandi samþykkt hefur bæjarstjóri heimild til að koma henni í framkvæmd. Hann ávísar henni, svo sem fyrr segir, á viðkom- andi forstöðumann, þann sem ann- ast viðkomandi málaflokk. Tenging embættismannakerfisins við nefndakerfið liggur fyrst og fremst í gegnum bæjarstjómina. Nauðsynlegt upplýsingaflæði frá embættismannakerfinu til viðkom- andi nefnda annars vegar og frá nefndakerfinu til viðkomandi embættismanns hins vegar er tryggt með því að forstöðumaður situr fundi þeirra nefnda sem starfa á sama sviði og hann. Til að tryggja að stefna bæjar- stjómar sé skýr í störfum nefndanna og til að tryggja nauðsynlegt upp- lýsingaflæði á milli nefnda og bæj- arstjómar er gert ráð fyrir að í hverri nefnd sé a.m.k. einn bæjarfulltrúi. Eins og áður sagði gerir skipurit embættismannakerfisins ráð fyrir að málaflokkum Isafjarðarbæjar verði skipt upp í sex svið, stjómsýslusvið undir stjóm Þórunnar Gestsdóttur, aðstoðarmanns bæjarstjóra, fjár- mála- og áætlanasvið undir stjórn Þóris Sveinssonar fjármálastjóra; fé- lagsþjónustusvið undir stjórn Jóns Tynes félagsmálastjóra; fræðslu- og menningarmálasvið undir stjórn Rúnars Vífilssonar fræðslu- og menningarfulltrúa; umhverfissvið undir stjóm Ármanns Jóhannesson- ar bæjarverkfræðings og hafnar- málasvið undir stjórn Hermanns Skúlasonar hafnarstjóra. Ekki er al- gengt að staða aðstoðarmanns bæj- arstjóra fyrirfmnist í skipuriti bæjar- félaga. Ásamt því að vera hægri hönd bæjarstjóra í daglegum störf- um og annast skrifstofuhald sér að- stoðarmaður bæjarstjóra um upplýs- inga- og kynningarmál (blaðafull- trúi). Til þess að einfalda yfirsýn yfir boðleiðir hafa skipuritin verið teikn- uð. Þar er hver staða sett í sinn kassa og línur sem tákna boðleiðina dregnar milli yfirmanns og undir- manns. Starfslýsingar eru útbúnar til að skilgreina þátttöku hvers starfs- manns í þeim verkefnum, sem segja má að séu reglubundin. Þær eru því nokkurs konar þátttökuskráning við- komandi starfsmanns í ákveðnu verkefni, verkferli. Brjóta má verkefni, verkferla, upp þannig að einum starfsmanni sé falið að sjá til þess að verk sé fram- kvæmt, öðrum kann að vera falið að framkvæma verkið og þeim þriðja að hafa eftirlit með því að verkið sé unnið í samræmi við forskrift. Þannig getur bæjarverkstjóri haft umsjón með holufyllingu gatna, vélamaður annast holufyllinguna og bæjarverkfræðingur hefur eftirlit með því að hún sé gerð í samræmi við hans forskrift, bæði hvað varðar gæði framkvæmdarinnar og einnig samanburð við kostnaðaráætlun. 1 25

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.