Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 63
STJÓRNSÝSLA Skipurit ísafjarðarbæjar. hafa ekki umboð til að afgreiða sjálfir. Þegar bæjarstjóm hefur stað- fest viðkomandi samþykkt hefur bæjarstjóri heimild til að koma henni í framkvæmd. Hann ávísar henni, svo sem fyrr segir, á viðkom- andi forstöðumann, þann sem ann- ast viðkomandi málaflokk. Tenging embættismannakerfisins við nefndakerfið liggur fyrst og fremst í gegnum bæjarstjómina. Nauðsynlegt upplýsingaflæði frá embættismannakerfinu til viðkom- andi nefnda annars vegar og frá nefndakerfinu til viðkomandi embættismanns hins vegar er tryggt með því að forstöðumaður situr fundi þeirra nefnda sem starfa á sama sviði og hann. Til að tryggja að stefna bæjar- stjómar sé skýr í störfum nefndanna og til að tryggja nauðsynlegt upp- lýsingaflæði á milli nefnda og bæj- arstjómar er gert ráð fyrir að í hverri nefnd sé a.m.k. einn bæjarfulltrúi. Eins og áður sagði gerir skipurit embættismannakerfisins ráð fyrir að málaflokkum Isafjarðarbæjar verði skipt upp í sex svið, stjómsýslusvið undir stjóm Þórunnar Gestsdóttur, aðstoðarmanns bæjarstjóra, fjár- mála- og áætlanasvið undir stjórn Þóris Sveinssonar fjármálastjóra; fé- lagsþjónustusvið undir stjórn Jóns Tynes félagsmálastjóra; fræðslu- og menningarmálasvið undir stjórn Rúnars Vífilssonar fræðslu- og menningarfulltrúa; umhverfissvið undir stjóm Ármanns Jóhannesson- ar bæjarverkfræðings og hafnar- málasvið undir stjórn Hermanns Skúlasonar hafnarstjóra. Ekki er al- gengt að staða aðstoðarmanns bæj- arstjóra fyrirfmnist í skipuriti bæjar- félaga. Ásamt því að vera hægri hönd bæjarstjóra í daglegum störf- um og annast skrifstofuhald sér að- stoðarmaður bæjarstjóra um upplýs- inga- og kynningarmál (blaðafull- trúi). Til þess að einfalda yfirsýn yfir boðleiðir hafa skipuritin verið teikn- uð. Þar er hver staða sett í sinn kassa og línur sem tákna boðleiðina dregnar milli yfirmanns og undir- manns. Starfslýsingar eru útbúnar til að skilgreina þátttöku hvers starfs- manns í þeim verkefnum, sem segja má að séu reglubundin. Þær eru því nokkurs konar þátttökuskráning við- komandi starfsmanns í ákveðnu verkefni, verkferli. Brjóta má verkefni, verkferla, upp þannig að einum starfsmanni sé falið að sjá til þess að verk sé fram- kvæmt, öðrum kann að vera falið að framkvæma verkið og þeim þriðja að hafa eftirlit með því að verkið sé unnið í samræmi við forskrift. Þannig getur bæjarverkstjóri haft umsjón með holufyllingu gatna, vélamaður annast holufyllinguna og bæjarverkfræðingur hefur eftirlit með því að hún sé gerð í samræmi við hans forskrift, bæði hvað varðar gæði framkvæmdarinnar og einnig samanburð við kostnaðaráætlun. 1 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.