Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 12

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 12
SAMTAL Við Garðatorg eru auk bæjarskrifstofunnar bæjarbókasafn, banki, veitingahús og margar verslanir. Myndirnar sem ekki eru öðrum merktar tók Gunnar G. Vigfússon. og Kópavogs, sömuleiðis rekstur almenningsvagna, sem sömu sveitarfélög standa að í byggðasamlaginu Al- menningsvagnar bs., svo og rekstur SORPU bs., sem sér um sorpmóttöku og rekstur gámastöðva, og rekstur slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem bæði eru í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Garðabær á beina stjómunaraðild að þessum stofnunum og fyrirtækjum og tilnefnir fulltrúa til setu í stjómum þeirra.“ - Hvaða þjónustu kaupir sveitarfélagið af fyrirtœkjum annarra sveitarfélaga? „Þar er fyrst og ffemst um að ræða kaup á heitu vatni og rafmagni.“ - Telurþú að verði af sameiningu við Bessastaðahrepp eða jafnvel líka við Hafnarfjörð og Kópavog? „Það er erfitt að segja á þessari stundu, það veltur held ég einkum á vilja sveitarstjómar Bessastaðahrepps. Bæj- arstjóm Garðabæjar hefur tekið því vel að kanna mögu- leika á sameiningu Garðabæjar og Bessastaðahrepps, en lítill áhugi hygg ég hins vegar að sé á víðtækari samein- ingu, enda hef ég hvorki heyrt sérstök rök fyrir því né séð kosti í því fyrir Garðabæ eða Garðbæinga." - Telur þú að árangurs sé að vœnta af sameiginlegu starfi að skipulagsmálum á höfuðborgarsvœðinu? „Já, ég tel raunar að nú þegar hafi vemlegur árangur náðst með því samstarfi, sem stofhað hefur verið til um skipulagsvinnuna. Ég held að vinnan sé í mjög farsælum gangi og vænti ég þess að svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins eigi eftir að marka farsæla þróun skipulags og byggðar hér á svæðinu.“ - Að hvaða leyti hefurþú beitt þér sérstaklega í embœtti bæjarstjóra á þeim 13 árum sem þú hefur gegnt því starfi í Garðabœ? „Þessu er nú erfitt að svara - það er svo margt sem borið hefúr við á þrettán ámm. Starf bæjarstjóra er fram- kvæmdastjórastarf, sem felst fyrst og fremst í því að fylgja eftir samþykktum bæjarstjómar. Þótt bæjarstjóri komi vissulega að undirbúningi fjölmargra mála, geti lagt ýmislegt til og beitt áhrifúm sínum, þá er niðurstað- an fengin með samvinnu fjölmargra aðila. Það er því erfitt að eigna sér tiltekin mál. Ef ég dreg eitthvað sér- staklega ffam í þessu efhi þá vil ég annars vegar nefna að ég hef lagt sérstaka áherslu á gerð fjárhagsáætlana til skemmri og lengri tírna, en þær eru mjög mikilvægt stjómtæki í rekstri sveitarfélaga sem annarra rekstrarein- inga og gmndvöllur þess að flármálin geti verið í lagi. Hins vegar vil ég nefna samkvæmni í afgreiðslu mála. Ég tel það afar mikilsvert í opinberri stjórnsýslu að mönnum sé gert jafhhátt undir höfði og að því sé hægt að treysta að mál séu afgreidd á jafnræðisgrundvelli óháð því hver í hlut á.“ Unnar Stefánsson 202
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.