Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Síða 29
STJÓRNSÝSLA
Áfengis- og vímuvarnaráð
Áfengis- og vímuvarnaráð var
stofnað með lögum um Áfengis- og
vímuvamaráð nr. 76/1998. Það tók
formlega til starfa í byrjun sl. árs.
Ráðið er skipað átta fulltrúum. Sjö
ráðherrar skipa einn fulltrúa hver og
sá áttundi er tilnefndur af samband-
inu. Fyrsta ráðið skipa Þórólfur Þór-
lindsson prófessor, skipaður af heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
Hörður Pálsson, bakarameistari á
Akranesi, skipaður af forsætisráð-
herra, Árni Magnússon, aðstoðar-
rnaður utanríkisráðherra, skipaður af
utanríkisráðherra, fnga Dóra Sigfus-
dóttir, forstjóri Rannsóknar og
greiningar, skipuð af fjármálaráð-
herra, Dögg Pálsdóttir lögmaður,
skipuð af dóms- og kirkjumálaráð-
herra, Ingibjörg Broddadóttir, deild-
arstjóri í félagsmálaráðuneytinu,
skipuð af félagsmálaráðherra, Sig-
rún Aðalbjarnardóttir, prófessor í
uppeldisfræði við Háskóla íslands,
skipuð af menntamálaráðherra, svo
og Ásta Sigurðardóttir, bæjarfúlltrúi
á Akureyri, tilnefnd af stjóm sam-
bandsins.
Ráðherrarnir tilnefna hver sinn
varafulltrúa svo og sambandið.
Varafúlltrúi þess er Soffla Gísladótt-
ir, félagsmálastjóri Þingeyjarsýslna.
Varaformaður ráðsins er Kolfinna
Jóhannesdóttir, bæjarfúlltrúi í Borg-
arbyggð, og gegndi hún á síðast-
liðnu ári formennsku i fjarvem Þór-
ólfs Þórlindssonar.
Áfengis- og vímuvarnaráð, sem
heyrir undir heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið, er til húsa í
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur við
Barónsstíg í Reykjavík.
Framkvæmdastjóri þess er Þor-
gerður Ragnarsdóttir, auk þess vinna
hjá ráðinu tveir starfsmenn í hluta-
starfi. Áætlunin Island án eiturlyfja
heyrir formlega undir ráðið en hefúr
eigin verkefiiisstjóm og fjárhag.
Markmiö
Markmið Áfengis- og vímuvama-
ráðs er samkvæmt 1. grein laganna
um ráðið að uppræta flkniefnaneyslu
og draga stórlega úr áfengisneyslu.
Ráðið skal stuðla að samvinnu og
samræmingu milli þeirra sem starfa
að áfengis- og vimuvörnum, svo
sem heilsugæslu og annarra heil-
brigðisstofnana, félagsmálayfirvalda
sveitarfélaga, löggæslu, menntakerf-
is, refsivörslukerfis og félagasam-
taka. Það var stofhað í samræmi við
aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í
fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvöm-
um sem samþykkt var 3. desember
1996. Því er ætlað að vera miðstöð
vímuvama í landinu og byggja starf
sitt á nýjustu þekkingu hverju sinni
og vera bakhjarl allra þeirra sem
vinna að vímuvömum og aðgengi-
legur upplýsingabanki um vímu-
vamir í þjóðfélaginu.
Að auki skal það gera tillögur til
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra um veitingu styrkja úr For-
vamasjóði til verkefna á sviði áfeng-
is- og vímuvama.
Helstu verkefni
I ársskýrslu ráðsins um árið 1999,
sem var fyrsta starfsár þess, sem
kom út fýrr á þessu ári, segir að það
hafi öðm ffemur einkennst af stefnu-
mótunarvinnu sem haldið verði
áffam. Unnið sé að rannsóknaráætl-
un sem allar aðgerðir ráðsins byggist
á. M.a. sé unnið að því að kanna
gmndvöll fyrir samstarfi ýmissa sem
hafa sinnt unglinga-, heilbrigðis- og
vímuefnakönnunum, s.s. landlæknis,
héraðslækna, tóbaksvarnanefndar,
Félagsvísindastofnunar Háskóla ís-
lands og fleiri. Þá sé lagt mat á verk-
efni sem SÁÁ hefur staðið fyrir í
sveitarfélögum í samvinnu við heil-
brigðisráðuneytið en það verkefni
var styrkt af Forvamasjóði.
Þá hvetur ráðið til almennrar um-
ræðu um áhrif foreldra, leikskóla-
kennara, kennara og annarra sem
starfa með bömum á viðhorf bama
og unglinga til áfengis- og vímu-
efnaneyslu. Það kynnti niðurstöður
úr evrópskri samanburðarkönnun,
svonefndri ESPAD-könnun sem
gerð var meðal nemenda í grunn-
skólum á sl. ári, en ESPAD er
skammstöfun á European School
Project on Alcohol and Other Dmgs.
Meðal unglinga, foreldra og innan
heilsugæslunnar þarf að leggja
áherslu á mótun vímuvarnastefnu,
segir í skýrslunni.
Unnið er að því að koma á fót að-
gengilegu gagnasafni og gerð hefúr
verið heimasíða og upplýsingavefúr
á Netinu sem á að gefa gott yfirlit
yfir vímuvamastarf í landinu. Loks
hefúr verið unnið að endurskoðun á
úthlutunarreglum Forvamasjóðs en
margir aðilar sem hljóta styrki úr
sjóðnum em háðir framlögum sjóðs-
ins um þau verkefni sem ráðist er í.
Forvamasjóður hafði á sl. ári til ráð-
stöfunar 56 millj. kr. og þar af var
tæpum 46 millj. kr. varið til styrktar
ýmsum verkefnum og áfangaheimil-
um. Á yfirstandandi ári em rúmlega
70 millj. kr. í sjóðnum. Af þeim var
42 millj. kr. úthlutað til verkefna og
áfangaheimila í maí sl. en 13 millj.
kr. er varið til rannsókna, uppbygg-
ingar gagnasafns og upplýsingavefs
auk verkefúa sem ráðið tekur beinan
þátt í.
Reglugerð um vímuvamasjóð er
að finna á vefslóð stjórnarráðsins
www.stjr.is undir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti, lög og
reglugerðir.
Nánari upplýsingar um Áfengis-
og vímuvamaráð og verkefni þess er
að finna á vefslóð ráðsins sem er
www.vimuvamir.is
U. Stef.
2 1 9