Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 29

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 29
STJÓRNSÝSLA Áfengis- og vímuvarnaráð Áfengis- og vímuvarnaráð var stofnað með lögum um Áfengis- og vímuvamaráð nr. 76/1998. Það tók formlega til starfa í byrjun sl. árs. Ráðið er skipað átta fulltrúum. Sjö ráðherrar skipa einn fulltrúa hver og sá áttundi er tilnefndur af samband- inu. Fyrsta ráðið skipa Þórólfur Þór- lindsson prófessor, skipaður af heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, Hörður Pálsson, bakarameistari á Akranesi, skipaður af forsætisráð- herra, Árni Magnússon, aðstoðar- rnaður utanríkisráðherra, skipaður af utanríkisráðherra, fnga Dóra Sigfus- dóttir, forstjóri Rannsóknar og greiningar, skipuð af fjármálaráð- herra, Dögg Pálsdóttir lögmaður, skipuð af dóms- og kirkjumálaráð- herra, Ingibjörg Broddadóttir, deild- arstjóri í félagsmálaráðuneytinu, skipuð af félagsmálaráðherra, Sig- rún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldisfræði við Háskóla íslands, skipuð af menntamálaráðherra, svo og Ásta Sigurðardóttir, bæjarfúlltrúi á Akureyri, tilnefnd af stjóm sam- bandsins. Ráðherrarnir tilnefna hver sinn varafulltrúa svo og sambandið. Varafúlltrúi þess er Soffla Gísladótt- ir, félagsmálastjóri Þingeyjarsýslna. Varaformaður ráðsins er Kolfinna Jóhannesdóttir, bæjarfúlltrúi í Borg- arbyggð, og gegndi hún á síðast- liðnu ári formennsku i fjarvem Þór- ólfs Þórlindssonar. Áfengis- og vímuvarnaráð, sem heyrir undir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið, er til húsa í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg í Reykjavík. Framkvæmdastjóri þess er Þor- gerður Ragnarsdóttir, auk þess vinna hjá ráðinu tveir starfsmenn í hluta- starfi. Áætlunin Island án eiturlyfja heyrir formlega undir ráðið en hefúr eigin verkefiiisstjóm og fjárhag. Markmiö Markmið Áfengis- og vímuvama- ráðs er samkvæmt 1. grein laganna um ráðið að uppræta flkniefnaneyslu og draga stórlega úr áfengisneyslu. Ráðið skal stuðla að samvinnu og samræmingu milli þeirra sem starfa að áfengis- og vimuvörnum, svo sem heilsugæslu og annarra heil- brigðisstofnana, félagsmálayfirvalda sveitarfélaga, löggæslu, menntakerf- is, refsivörslukerfis og félagasam- taka. Það var stofhað í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvöm- um sem samþykkt var 3. desember 1996. Því er ætlað að vera miðstöð vímuvama í landinu og byggja starf sitt á nýjustu þekkingu hverju sinni og vera bakhjarl allra þeirra sem vinna að vímuvömum og aðgengi- legur upplýsingabanki um vímu- vamir í þjóðfélaginu. Að auki skal það gera tillögur til heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra um veitingu styrkja úr For- vamasjóði til verkefna á sviði áfeng- is- og vímuvama. Helstu verkefni I ársskýrslu ráðsins um árið 1999, sem var fyrsta starfsár þess, sem kom út fýrr á þessu ári, segir að það hafi öðm ffemur einkennst af stefnu- mótunarvinnu sem haldið verði áffam. Unnið sé að rannsóknaráætl- un sem allar aðgerðir ráðsins byggist á. M.a. sé unnið að því að kanna gmndvöll fyrir samstarfi ýmissa sem hafa sinnt unglinga-, heilbrigðis- og vímuefnakönnunum, s.s. landlæknis, héraðslækna, tóbaksvarnanefndar, Félagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands og fleiri. Þá sé lagt mat á verk- efni sem SÁÁ hefur staðið fyrir í sveitarfélögum í samvinnu við heil- brigðisráðuneytið en það verkefni var styrkt af Forvamasjóði. Þá hvetur ráðið til almennrar um- ræðu um áhrif foreldra, leikskóla- kennara, kennara og annarra sem starfa með bömum á viðhorf bama og unglinga til áfengis- og vímu- efnaneyslu. Það kynnti niðurstöður úr evrópskri samanburðarkönnun, svonefndri ESPAD-könnun sem gerð var meðal nemenda í grunn- skólum á sl. ári, en ESPAD er skammstöfun á European School Project on Alcohol and Other Dmgs. Meðal unglinga, foreldra og innan heilsugæslunnar þarf að leggja áherslu á mótun vímuvarnastefnu, segir í skýrslunni. Unnið er að því að koma á fót að- gengilegu gagnasafni og gerð hefúr verið heimasíða og upplýsingavefúr á Netinu sem á að gefa gott yfirlit yfir vímuvamastarf í landinu. Loks hefúr verið unnið að endurskoðun á úthlutunarreglum Forvamasjóðs en margir aðilar sem hljóta styrki úr sjóðnum em háðir framlögum sjóðs- ins um þau verkefni sem ráðist er í. Forvamasjóður hafði á sl. ári til ráð- stöfunar 56 millj. kr. og þar af var tæpum 46 millj. kr. varið til styrktar ýmsum verkefnum og áfangaheimil- um. Á yfirstandandi ári em rúmlega 70 millj. kr. í sjóðnum. Af þeim var 42 millj. kr. úthlutað til verkefna og áfangaheimila í maí sl. en 13 millj. kr. er varið til rannsókna, uppbygg- ingar gagnasafns og upplýsingavefs auk verkefúa sem ráðið tekur beinan þátt í. Reglugerð um vímuvamasjóð er að finna á vefslóð stjórnarráðsins www.stjr.is undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, lög og reglugerðir. Nánari upplýsingar um Áfengis- og vímuvamaráð og verkefni þess er að finna á vefslóð ráðsins sem er www.vimuvamir.is U. Stef. 2 1 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.