Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 35
SAMEINING SVEITARFE LAGA Viðræður um sameiningu Stofnuð viðræðunefnd um sameiningu Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar- kaupstaðar og Bessastaða- hrepps A fundi hreppsráðs Bessastaða- hrepps hinn 29. júní sl. var sam- þykkt að leita eftir því við bæjarráð Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstað- ar og Kópavogsbæjar að þau skip- uðu fulltrúa í viðræðunefnd um hugsanlega sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga. Stefnt verði að því að viðræðunefndin hefji störf sem fyrst og að fyrstu niðurstöður nefndarinnar liggi fyrir á haustdög- um 2000. Sveitarfélögin hafa tilnefnt full- trúa í nefndina. I henni eru Ingi- mundur Sigurpálsson bæjarstjóri og Einar Sveinbjömsson bæjarfulltrúi, af hálfu Garðabæjar, Magnús Gunn- arsson bæjarstjóri, Þorsteinn N. Njálsson, formaður bæjarráðs, og Ingvar Viktorsson bæjarfulltrúi, fyr- ir Hafnarfjarðarkaupstað, Jóhann Brient bæjarritari af hálfu Kópa- vogsbæjar og Guðmundur G. Gunn- arsson oddviti og hreppsneffidarfull- trúarnir Bragi J. Sigurvinsson og Guðrún Þ. Hannesardóttir af hálfu Bessastaðahrepps. Viðræður Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar Ákveðið hefur verið að taka upp viðræður um kosti þess og galla að sameina Helgafellssveit og Stykkis- hólmsbæ. Hvor sveitarstjóm hefur tilnefnt fulltrúa í viðræðunefnd. í henni sitja fyrir Helgafellssveit Brynjar Hildibrandsson í Bjamar- höfn, oddviti hreppsins, og Jóhann- es E. Ragnarsson á Hraunhálsi og fyrir Stykkishólmsbæ bæjarfulltrú- amir Guðrún A. Gunnarsdóttir og Davíð Sveinsson og gert ráð fyrir að með þeim starfí Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri. „Við eigum svo mikil samskipti t.d. um skólamál og brunavamir svo fátt eitt sé nefnt,“ sagði Brynjar odd- viti í samtali við Sveitarstjómarmál, „að okkur þykir rétt að ræða hugsan- legan samruna sveitarfélaganna.“ Hann kvaðst telja æskilegt að tillög- ur af eða á liggi fyrir tímanlega fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar og kvað viðræður hefjast nú á haust- dögum. Óli Jón Gunnarsson hefur í héraðsblaðinu Skessuhorni sagt sameiningu á norðanverðu Snæfells- nesi eðlilega þróun í framhaldi af því samstarfí sem þróast hefur milli sveitarfélaganna að undanfömu, t.d. með stofnun sameiginlegrar félags- og skólaþjónustu nýlega. Hinn 1. desember 1999 bjuggu í Helgafellssveit 56 íbúar en í Stykk- ishólmi 1216 íbúar. Viðræður í Dalasýslu Hreppsnefndir Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps samþykktu á vor- mánuðunum að hefja viðræður um hugsanlega sameiningu hreppanna. Hafa þær hvor um sig tilnefnt tvo fulltrúa til að annast þær viðræður. Af hálfu Dalabyggðar starfa í við- ræðunefndinni Sigurður Rúnar Frið- jónsson í Búðardal, oddviti hrepps- ins, og Þorsteinn Jónsson, hrepps- nefndarmaður á Dunkárbakka, en af hálfu Saurbæjarhrepps starfa í nefndinni Sæmundur Kristjánsson í Lindarholti, oddviti hreppsins, og Sigurður Þórólfsson í Innri-Fagra- dal, fyrrverandi oddviti. Hinn 1. desember 1999 voru í Dalabyggð 680 íbúar og í Saurbæj- arhreppi 91 íbúi. Viðræður Blönduósbæjar og Engihlíðarhrepps Hreppsnefnd Engihlíðarhrepps samþykkti á fúndi hinn 5. septem- ber að óska eftir viðræðum við bæj- arstjóm Blönduósbæjar um samein- ingu sveitarfélaganna. Bæjarstjómin samþykkti á fúndi hinn 12. septem- ber að verða við þeirri ósk. Viðræður milli sveitarfélaganna hefjast innan tíðar. Að sögn Val- garðs Hilmarssonar, oddvita Engi- hlíðarhrepps, er fyrirhugað að þeim ljúki á komandi vetri, atkvæða- greiðsla fari fram um sameininguna á vori komanda og verði hún sam- þykkt öðlist hún gildi með kosningu einnar sveitarstjómar í næstu reglu- legu sveitarstjómarkosningum vorið 2002. Viðræður fjögurra hreppa í vesturhluta Suður-Þingeyjar- sýslu Fjórir hreppar í vesturhluta Suð- ur-Þingeyjarsýslu hafa um eins árs skeið unnið að könnun á hugsan- legri sameiningu. Hrepparnir eru Hálshreppur með 165 íbúa hinn 1. desember 1999, Ljósavatnshreppur með 206 íbúa hinn 1. desember sl„ Bárðdælahreppur með 121 íbúa hinn 1. desember sl. og Reykdæla- hreppur með 259 íbúa. Samanlögð íbúatala hreppanna hinn 1. desem- ber sl. var því 751. Á sl. vori skiluðu áliti fimm nefndir sem hver um sig hafði það hlutverk að kanna áhrif hugsanlegr- ar sameiningar á hlutaðeigandi málaflokk. Sú fyrsta var fjárhags- nefnd, önnur stjómkerfísnefnd, sú þriðja atvinnumálanefnd, sú fjórða mennta-, heilbrigðis- og félagsmála- nefnd og sú fímmta þjónustunefnd. I kjölfar nefndavinnunnar voru oddvitar hreppanna tilnefndir í við- ræðunefnd til að vinna frekar úr gögnum nefndanna, kynna málið og hugsanlega undirbúa það til al- mennrar atkvæðagreiðslu í hreppun- um. Oddvitar hreppanna eru Jón Þórir Óskarsson á Illugastöðum fyr- ir Hálshrepp, Helga A. Erlingsdóttir í Landamótsseli fyrir Ljósavatns- hrepp, Skarphéðinn Sigurðsson í Úlfsbæ fyrir Bárðdælahrepp og 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.