Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Side 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Side 36
SAMEINING SVEITARFÉ LAGA Dagur Tryggvason í Breiðanesi fyr- ir Reykdælahrepp. Jón Þórir Oskarsson er formaður nefndarinnar. Hann segir að nefnd- irnar hafi lagt af mörkum mikið starf við að kanna áhrif sameiningar á hina ýmsu málaflokka en samstarf er nú þegar talsvert milli sumra hreppanna. Þannig hafa þrír þeirra lengi staðið að rekstri Stórutjama- skóla, þ.e. allir nema Reykdæla- hreppur. Jón Þórir segir að til um- ræðu hafi verið að ganga til at- kvæðagreiðslu um sameiningu hreppanna þegar í haust með það í huga að sameining geti öðlast gildi um næstu áramót. Tíminn sé þó að verða nokkuð naumur til þess að það sé hægt því nauðsynlegt sé að kynna og ræða málið meðal íbúanna áður en það yrði lagt undir þá í at- kvæðagreiðslu. Samþykkt að kanna mótun nýs sveitarfélags á norður- svæði Austurlands Hinn 8. júní sl. var í Hótel Svarta- skógi á Austur-Héraði, áður Hlíðar- hreppi, haldinn sameiginlegur fúnd- ur nær allra sveitarstjómarmanna á svokölluðu norðursvæði Austur- lands. Fundinn sátu fúlltrúar Seyðis- íjarðarkaupstaðar, Vopnafjarðar- hrepps, Fljótsdalshrepps, Fella- hrepps, Borgarijarðarhrepps, Norð- ur-Héraðs og Austur-Héraðs, en einnig höfðu verið boðaðir sveitar- stjórnarmenn úr Skeggjastaða- hreppi. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Brodda Bjarnasonar, bæjarfúlltrúa í Austur-Héraði, og á honum rædd ýmis sameiginleg mál- efni byggðarlagsins, svo sem mennta-, menningar- og félagsmál, samgöngumál og byggða- og at- vinnumál. Að loknum ffamsöguerindum og fýrirspurnum var að tillögu Katrinar Asgrímsdóttur, forseta bæjarstjómar Austur-Héraðs, samhljóða sam- þykkt svofelld tillaga: „Sameiginlegur fundur sveitar- stjórnarmanna frá Vopnafjarðar- hreppi, Norður-Héraði, Fljótsdals- hreppi, Fellahreppi, Austur-Héraði, Borgarfjarðarhreppi og Seyðisfjarð- arkaupstað, haldinn i Hótel Svarta- skógi 8. júní 2000, hvetur til þess að þessar sveitarstjórnir taki til um- fjöllunar og ákvörðunar, hvort þær séu reiðubúnar að taka þátt í vinnu er miðar að mótun nýs sveitarfélags á norðursvæði Austurlands. Verði niðurstöður jákvæðar sam- einist sveitarfélögin um að leita fjár- hagslegrar aðstoðar opinberra aðila til að kosta þessa vinnu. Gert verði ráð fyrir því að hver sveitarstjóm tilnefni 1-2 fulltrúa í stýrihóp vegna verkefnisins og að leitað verði eftir aðstoð sérffæðinga við að framkvæma það. Þessi vinna hefjist í september 2000 og yrði lokið eigi síðar en í júní 2001. Mótun nýs sveitarfélags á að fela i sér: • Sóknaraðgerðir. • Nýja hugsun varðandi rekstur sveitarfélags. • Afgerandi aðlögun að kröfum nútíma samfélags. • Nýtt og skilvirkara skipulag á stjómun. • Mótun nýrra vinnubragða á flest- um sviðum félagslegrar þjónustu. • Grundvöll fyrir nýjum viðfangs- efnum og aukinni ábyrgð sveitar- félaganna." Auk umræðu um þessi mál var á fundinum fjallað um mennta-, menningar- og félagsmál og hafði Helga Guðmundsdóttir, forstöðu- rnaður fræðslu- og menningarsviðs Austur-Héraðs, framsögu um það efni. Herdís Hjörleifsdóttir, félags- málastjóri Héraðs og Borgarfjaröar- hrepps, kynnti hugmyndir sínar um samstarf í félagsmálum og Soffía Lárusdóttir, formaður bæjarráðs Austur-Héraðs, ræddi um fyrirhug- aðan flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Þá flutti Olafúr Sigmarsson, odd- viti Vopnafjarðarhrepps, ffamsögu- erindi um samgöngumál og kynnti að því loknu tillögu að ályktun fúndarins um það efni og var sú til- laga einnig samþykkt. Loks fluttu Gunnar Vignisson, framkvæmdastjóri Þróunarstofu Austurlands, og Oðinn Gunnar Oð- insson, forstöðumaður byggðasviðs þróunarstofunnar, erindi um byggða- og atvinnumál. Kynntu þeir m.a. niðurstöður könnunar sem gerð hafði verið meðal Austfirðinga um viðhorf til sameiningar á norður- svæðinu. Fundinum stýrði Jónas Þór Jó- hannsson, sveitarstjóri Norður-Hér- aðs, en fúndargerð ritaði Bjöm Haf- þór Guðmundsson, bæjarstjóri Austur-Héraðs. U. Stef. • LOWARA MONO VOGEL kX/ PUMPS Mikið úrval af DÆLUM Svo sem: Miöstöövardælur, þrýstiaukadælur, skolpdælur, neysluvatnsdælur, snigildælur, hringrásardælur Danfoss hf. SKÚTUVOGI 6 SIMI 510 4100 226

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.