Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 42
FU LLTRÚARÁÐS FU N D I R laga leggur áherslu á að sveitarfélögin fái að fullu bætt- an þann kostnað sem kann að hafa orðið umfram tekjur vegna verkefna sem þau tóku við af ríkinu við yfirfærslu gmnnskólans. Fundurinn minnir á að samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga skal endurskoðuninni lokið fyrir 1. ágúst árið 2000. Nauðsynlegt er að staðið verði við þá dagsetningu, þannig að nægur tími gefíst til endurskoð- unar á tekjustofnum sveitarfélaganna. Þjóðlendur Að tillögu nefndarinnar tók fundurinn undir tillögu Sveins A. Sælands og gerði svofellda ályktun um störf þjóðlendunefndar: „58. fúndur fúlltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfé- laga hvetur fjármálaráðherra, sem fer með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana þess vegna krafna um eignar- réttindi á landi, til að beita sér fyrir endurskoðun á fram- kvæmd laga nr. 58/1998 um þjóðlendur. Fulltrúaráðið mótmælir því að gengið sé þvert á þing- lýstar eignarheimildir eins og þjóðlendunefnd hefúr þeg- ar gert í kröfugerð sinni á tilteknum landsvæðum. Varað er við því að gildi þinglýstra eignarheimilda á landi, sem að hálendinu liggur, sé almennt dregið í efa umffam aðr- ar þinglýstar eignarheimildir. Við setningu laga um þjóðlendur nr. 58/1998 kom aldrei ffam að ætlunin væri að hrófla við þinglýstum eignarlöndum heldur fyrst og ffemst að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóð- lendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Markmið þjóðlendulaga nr. 58/1998 er að skera úr um eignarhald á landi sem enginn getur sannað eignarrétt sinn á. Því hvetur fulltrúaráðið fjármálaráðherra til að beita sér fyrir því að þjóðlendunefnd dragi kröfú sína út fyrir þinglýst eignarlönd, þannig að óbyggðanefnd úr- skurði einungis í þeim tilvikum sem þinglýstar eignar- heimildir einstaklinga, sveitarfélaga og annarra lögaðila liggja ekki fyrir. Reikningar samþykktir Bragi Michaelsson, bæjarfúlltrúi í Kópavogsbæ, hafði orð fyrir fjárhagsneftid fundarins sem lagði til að árs- reikningur sambandsins fyrir árið 1999 yrði samþykktur og var svo gert. Ennfremur var fjárhagsáætlun fyrir árið 2000 sam- þykkt með óverulegri breytingu. Ennffemur segir í áliti nefndarinnar: „Framtíðamefnd er nú að yfirfara og skoða hugmyndir um rekstur sam- bandsins og bendir fjárhagsnefnd á að rekstur sam- bandsins verður ávallt að taka mið af þörfúm sveitarfé- laga og þeim verkefnum sem þau vinna að. Því verður ávallt að tryggja fjárveitingar fyrir þeim verkefnum sem stjómin ákveður hverju sinni. Stjóm sambandsins hefúr nú samþykkt að fela Kaup- þingi fjárvörslu, ávöxtun og umsjón þeirra sjóða sem m.a. er ætlað að mæta eftirlaunaskuldbindingum og fagnar fjárhagsnefndin þessari ákvörðun stjómar sam- bandsins.“ Álit tekjustofnanefndar Ingvar Viktorsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, mælti fyrir tillögu tekjustofnanefndar að áliti fúndarins sem var samþykkt svofelld: „Fulltrúaráðsfúndur Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn í Reykholti 30.-31. mars 2000, leggur áherslu á að sem fyrst verði samþykktar lagabreytingar sem tryggi að sveitarfélögin fái þegar á þessu ári bættan þann tekju- missi sem þau hafa orðið fyrir vegna aðgerða Alþingis og ríkisvaldsins undanfarinn áramg. Við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga verði þeim tryggð hlutdeild í veltutengdum sköttum svo veltu- breyting í þjóðfélaginu komi fram í tekjurn þeirra. Einnig telur fúndurinn mikilvægt að tekjur sveitarfélaga verði tengdar rekstri fyrirtækja og stofnana á hverjum stað. Auk þess telur fúndurinn að skýra eigi eins og kostur er íjármálaleg samskipti rikis og sveitarfélaga með því að endurskoða samstarfsverkefni aðila og fella t.d. niður þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði framhaldsskóla og sjúkrastofnana.“ Jafnframt var samþykkt að færa til bókar það álit nefndarinnar að um leið og niðurstaða tekjustofnanefnd- ar liggi fyrir verði hún kynnt sveitarstjómum í hveijum landshluta. Fundarslit Formaður þakkaði starfsfólki sambandsins góðan und- irbúning fundarins og fundarstjóra og öðmm trúnaðar- mönnum fundarins góð störf, framsögumönnum og heimafólki góða fyrirgreiðslu, skemmtiatriði meðan á borðhaldinu stóð og leiðsögn á Reykholtsstað. Hann þakkaði samhug og eindrægni fundarmanna. „Það skiptir miklu máli að við sem vinnum að sveitarstjómannálum stöndum saman,“ sagði Vilhjálmur. Síðan sagði hann fúndinum slitið. Var það á hádegi. Að kvöldi fyrri fundardagsins hafði félagsmálaráð- herra móttöku og síðan var sameiginlegur kvöldverður. Meðan á borðhaldi stóð fluttu félagar úr Leikfélagi Lundarreykjadalshrepps kafla úr Islandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Að fundi loknum var skoðuð Snorrastofa og hlýtt á ffásögn Bergs Þorgeirssonar, forstöðumanns hennar, hin nýja Reykholtskirkja skoðuð undir leiðsögn séra Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, og gengið um staðinn undir leiðsögn hans og Þórunnar Gestsdóttur, sveitar- stjóra Borgarfjarðarsveitar. Loks þáðu fundarmenn veitingar í boði Borgarfjarðar- sveitar. 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.